Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 95

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 14:22 var haldinn 95. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson og Diljá Ámundadóttir. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Guðmundur B. Friðriksson. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík, dags. 7. október 2015, þar sem tilkynnt er að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti Heiðu Bjargar Hilmisdóttur í heilbrigðisnefnd og að Kristín verði formaður nefndarinnar. 

2. Lögð fram gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg 2016.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur gerir ekki athugasemdir við drög að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. 

Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr hjá við afgreiðslu erindisins.

Kl. 14.35 tekur Ólafur Jónsson sæti á fundinum.

3. Kynnt eru drög Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að umsögn um breytingu á lögum nr. 7/1998 varðandi gististaði. 

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur felur Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að skila umsögn um tillögur að breytingu á lögun nr. 7/1998 varðandi gististaði, sbr. drög Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

4. Lögð fram fundargerð aðalfundar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, dags. 21. október 2015.

5. Lögð fram fundargerð haustfundur Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, dags. 22. október 2015.

6. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. október 2015, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, 140. mál. 

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. október 2015.

Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr hjá við afgreiðslu erindisins.

Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. sepember, 24. september og 27. október og 6. nóvember 2015, varðandi hreinsun lóðar á kostnað eiganda að Sjávarhólum á Kjalanesi.  

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir heimild til hreinsun á jörðinni Sjávarhólar á Kjalarnesi sbr. bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. nóvember 2015 á kostnað eiganda, verði hann ekki við áskorun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, sbr. 27. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

8. Lagður fram listi, dags. 10. nóvember 2015, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda nr. 1084 - 1090.

9. Lagður fram listi, dags. 10. nóvember 2015, yfir samþykkt hundaleyfi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15.39

Kristín Soffía Jónsdóttir

Diljá Ámundadóttir Ólafur Jónsson

Áslaug Friðriksdóttir René Biasone

Björn Birgir Þorláksson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 10.11.2015 - prentvæn útgáfa