Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 94

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, þriðjudaginn 13. október 2015 kl. 14:20 var haldinn 94. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Diljá Ámundadóttir, René Biasone og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Framsókn og flugvallavinir – beyting á varaáheyrarfulltrúa.

Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 14. september 2015.

2. Númerslausir bílar í Reykjavík.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2014.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókaði eftirfarandi:

Í úrskurði 26/2014 úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum um númerslausa bifreiðar kemur fram að heilbrigðisnefnd Reykjavíkur skorti heimild að lögum til að framselja umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur vald sitt til að fjarlægja númerslausar bifreiðar. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur telur rétt að fara þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að  lögum verði breytt þannig að heimilt sé að framselja heimild heilbrigðisnefndar til að fjarlægja númerslausa bíla og önnur skráningarskyld farartæki af borgarlandi. Þar til niðurstaða fæst í þetta mál mun heilbrigðisnefnd sinna þeim skyldum sínum að fjarlægja númerslausar bifreiðar og önnur skráningarskyld farartæki ef annað hvort slysahætta eða mengunarhætta stafar af þeim. Ef hvorki er mengunar eða slysahætta af bílnum verður ekki aðhafst af hálfu nefndarinnar.

3. Býflugur í þéttbýli, býflugur á landbúnaðarsvæðum. 

Kynnt.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ákveður að fela Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að vinna drög að samþykkt um býflugnahald í Reykjavík.

Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi kynnti.

4. Tröllahvönn – átaksverkefni. 

Kynnt.

Snorri Sigurðsson kynnti.

5. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 13. október 2015. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda nr. 1077-1083.

6. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 13. október 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15.21

Kristín Soffía Jónsdóttir

Diljá Ámundadóttir Ólafur Jónsson

Áslaug Friðriksdóttir Renée Biasone

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 13.10.2015 - prentvæn útgáfa