Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 93

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, þriðjudaginn 17. september 2015 kl. 16:41 var haldinn 93. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Ólafur Hjálmarsson, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Diljá Ámundadóttir og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Guðmundur B. Friðriksson.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson hdl.

Þetta gerðist:

1. 6 mánaðauppgjör – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Kynnt.

2. Starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2016. 

Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun 2016.

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2016 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttir, fulltrúa Bjartrar framtíðar, Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Pírata, Björns Birgis Þorlákssonar og fulltrúa Vinstri grænna, René Biasone. Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, Ólafur Jónsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Fulltrúi framsóknar og flugvallarvina, Ólafur Hjálmarsson bókaði undir þessum lið:

Fulltrúi framsóknar og flugvallarvina tekur undir með afgreiðslu meirihluta heilbrigðisnefndar.

3. Gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir mengunar og heilbrigðiseftirlit í Reykjavíkurborg 2016 og Gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavíkurborg 2016. 

Lögð fram gjaldskrá fyrir mengunar og heilbrigðiseftirlit í Reykjavíkurborg 2016 og gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavíkurborg 2016.

Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavíkurborg 2016 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar, Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Pírata, Björns Birgis Þorlákssonar og fulltrúa Vintri grænna, René Biasone og bókuðu:

Fulltrúar meirihlutans í Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar telja nauðsynlegt að hækka gjaldskrá eftirlitsins til að tryggja gæði starfseminnar og til að ná þeim árangri sem að er stefnt með störfum Heilbrigðiseftirlitsins. Lagt er til að gera 4 ára fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir auknum fjárframlögum og breyttri gjaldskrá til þess að tryggja eftirlitinu þann búnað sem brýn þörf er á sem og aukinn starfskraft.

Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, Ólafur Jónsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni og bókaði: 

Fulltrúi atvinnulífsins styður ekki 13,5% hækkun tímagjalds við heilbrigðiseftirlit á milli ára. Hækkunin sem að stórum hluta stafar af breyttum forsendum við útreikning tímagjalds, hefði að óbreyttum forsendum verið 5% á milli ára og hefði tímagjaldið þá farið úr kr. 11.100 í kr. 11.650.

Gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavíkurborg 2016 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar, Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Pírata, Björns Birgis Þorlákssonar og fulltrúa Vintri grænna, René Biasone

Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, Ólafur Jónsson, sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 18.45

Heiða Björg Hilmisdóttir

Diljá Ámundadóttir Ólafur Jónsson

Björn Birgir Þorláksson Renée Biasone

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 17.9.2015 - prentvæn útgáfa