Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 92

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, þriðjudaginn 8. september 2015 kl. 11:46 var haldinn 92. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Diljá Ámundadóttir, Heimir Janusarson, Áslaug Friðriksdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Ólafur Jónsson og Björn Birgir Þorláksson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Guðmundur B. Friðriksson.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson hdl.

Þetta gerðist:

1. Undanþága eða breyting á rlg. nr. 724/2008 um hávaða – vörulosun í miðborg Reykjavíkur.

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 5. ágúst 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. september 2015.

Nefndin gerir ekki athugasemd við umsögnina.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Gréta Björg Egilsdóttir, fulltrúar Samfylkingar Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Diljá Ámundadóttir, fulltrúi Vinstri grænna Heimir Janusarson og fulltrúi Pírata Björn Birgir Þorláksson bókuðu:

Tekið er undir þá afstöðu heilbrigðiseftirlitsins að óásættanlegt sé að veita undanþágu frá reglugerð um hávaða til að heimila vörulosun á næturtíma. Slíkt auki ónæði á svefntíma íbúa og eiga íbúar ekki að búa við minni kröfur til ásættanlegra lífsskilyrða þó að þeir hafi valið sér búsetu á verslunar og þjónustusvæðum. Nægt álag er á miðborgarsvæðinu nú þegar hvað varðar hávaða og umferð.

Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.

2. Endurskoðun á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum – innleiðing tilskipunar nr. 2014/52/ESB.

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 7. júlí 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. september 2015. 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við umsögnina.

Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.

- Áslaug María Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 12:05.

3. Hverfisráð Kjalarness – varðandi starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. 

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. ágúst 2015 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. ágúst 2015.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókaði:

Heilbrigðisnefnd bindur vonir við að ágreiningur er varðar skotsvæðið á Kjalarnesi leysist farsællega með hagsmuni íbúanna á Kjalarnesi og skotfimimanna og skotveiðimanna að leiðarljósi.

4. 6. mánaða uppgjör.

Kynnt.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina bókaði:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir því að gögn er varða kynningu á 6 mánaða uppgjöri og öðrum uppgjörum heilbrigðiseftirlitsins fylgi með fundargögnum framvegis til þess að nefndarmenn geti kynnt sér gögnin og komið með viðeigandi spurningar til þess að framfylgja eftirlitshlutverki sínu.

5. Starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2016. 

Rætt.

6. Gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2016. 

Rætt.

7. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 8. september 2015. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda nr. 1070-1076.

8. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 8. september 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12.59

Heiða Björg Hilmisdóttir

Heimir Janusarson Ólafur Jónsson

Björn Birgir Þorláksson Áslaug Friðriksdóttir

Diljá Ámundadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 8.9.2015 - prentvæn útgáfa