Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 91

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, þriðjudaginn 11. ágúst 2015 kl. 14:15 var haldinn 91. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Diljá Ámundadóttir, Ólafur Hjálmarsson Lára Óskarsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Heimir Janusarson, Ólafur Jónsson og Björn Birgir Þorláksson. Enn fremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir og Óskar Ísfeld Sigurðsson.

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Ráðning heilbrigðisfulltrúa.

Rósa Magnúsdóttir kynnti ráðningu Berglindar Óskar Þórólfsdóttur.

2. Umsögn um lýsingu á deiliskipulagi Esjumela, Kjalarnesi.

Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2015, lýsing vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi dags. 5. maí 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. júní 2015. Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri kynnti.

Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina

3. Umsögn um fyrirspurn Stjörnueggja ehf. um flutning á byggingarreit og auknu nýtingarhlutfalli í Saltvík, Kjalarnesi. Lagt fram bréf skrifstofu skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. júlí 2015. Sava S. Steinarsdóttir kynnti. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.

4. Umsögn um fyrirspurn Kjalarness ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sætúns I, Kjalarnesi. Lagt fram bréf skrifstofu skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. júlí 2015. Svava S. Steinarsdóttir kynnti. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.

5. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 11. ágúst 2015. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda nr. 1066-1069.

6. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 11. ágúst 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15.07

Heiða Björg Hilmisdóttir

Heimir Janusarson Ólafur Jónsson

Björn Birgir Þorláksson Áslaug Friðriksdóttir

Ólafur Hjálmarsson Diljá Ámundadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 11.8.2015 - prentvæn útgáfa