Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 90

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, föstudaginn 10. júlí 2015 kl. 10:05 var haldinn 90. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Diljá Ámundadóttir, Jódís Bjarnadóttir, Bryndís Skúladóttir, Björn Gíslason, Björn Birgir Þorláksson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lýsi hf.

Lögð fram tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir samhljóða sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir Lýsi hf., til 12 ára.

Ingibjörn Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi kynnti.

2. Björgun ehf.

Lögð fram tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum.

Heilbrigðisnefnd Reyjavíkur samþykkir samhljóða sérstæk starfsleyfisskilyrði fyrir Björgun ehf., til 31. desember 2016.

Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi kynnti.

3. Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf.

Lögð fram tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir samhljóða sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf., til 12 ára. 

Ingibjörn Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi kynnti.

4. Mjólkubúið ehf.

Lögð fram tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir samhljóða sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir Mjólkubúið ehf., til 12. ára.

Ingibjörn Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi kynnti.

5. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 10. júlí 2015. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda nr. (frá dögunum 8. júní – 10. júlí).

6. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 10. júlí 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 10:52

Diljá Ámundadóttir

Jódís Bjarnadóttir Bryndís Skúladóttir

Björn Birgir Þorláksson Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 10.7.2015 - prentvæn útgáfa