Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 9

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2008, 6. október kl. 13.30 var haldinn 9. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð að Borgartúni 10-12. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir, Gunnar Hersveinn, Anna Rósa Böðvarsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Stjórnsýslukæra – koffeininnihald í drykkjarvöru. Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 12. september 2008. Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri, kynnti.

3. Kársnes – skipulagsbreyting. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. september 2008. Ellý K. Guðmundsdóttir, sviðsstýra, kynnti.

4. Breyting á deiliskipulagi í Bláfjöllum. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 30. september 2008.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis.

5. Sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir fráveitu við Grundarhverfi-Kjalarnesi. Drög að sértækum starfsleyfisskilyrðum lögð fram til samþykktar.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti drögin.
Nefndin samþykkti skilyrðin með fyrirvara um samþykki Umhverfisstofnunar á skilgreiningu viðtaka.

2. Sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir vatnslögn vegna virkjunar kaldavatnsborholu, VK-2, í Vatnsendakrika Heiðmörk. Lögð fram starfsleyfisskilyrði til samþykktar. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Nefndin samþykkti skilyrðin einróma.

6. Hreinsun fráveituvatns frá Álftanesi. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2008. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti erindið.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Nefndin samþykkti erindið einróma.

7. Uppsprettur loftmengunar. Kynning. Anna Rósa Böðvarsdóttir kynnti.

8. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi um útgefin hundaleyfi, dags. 6. nóv. 2008.

9. Samþykkt starfleyfi og tóbakssöluleyfi. Lagður fram listi um útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.

Fundi slitið kl. 14.30

Kristján Guðmundsson

Elínbjörg Magnúsdóttir Þórunn Benný Birgisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Ólafur Jónsson