Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 89

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2015, þriðjudaginn 9. júní, kl. 14:15 var haldinn 89. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Lára Óskarsdóttir, René Biasone, Ólafur Jónsson og Björn Birgir Þorláksson.

Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir og Óskar Ísfeld Sigurðsson.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Frumvarp til laga um breytingu á efnalögum nr. 61/2013.

Lagt fram á ný þingskjal 1164, mál nr. 690 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. maí 2015.

Kynnt.

Einar Oddsson heilbrigðisfulltrúi kynnti.

2. Hreinsun lóðar á kostnað vinnuskylda sbr. heimild 27. gr. laga nr. 7/1998 - Fjárborg.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 22. maí 2015.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir hreinsun á kostnað vinnuskylda þar sem ekki hefur verið brugðist við kröfum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem fram koma í bréfi dags. 22. maí 2015, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Einar Oddsson og Ingibjörn Guðjónsson heilbrigðisfulltrúar kynntu.

3. Matsskylda vegna efnistöku í Bugamel í landi Norðurkots.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. maí 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. júní 2015.

Kynnt.

Ásgeir Björnsson heilbrigðisfulltrúi kynnti.

4. Breyting á deiliskipulagi Melavalla á Kjalarnesi.

Lagt fram bréf skrifstofu skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. júní 2015.

Kynnt.

Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.

5. Lögð fram fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina.

Framsókn og flugvallarvinir leggja fram fyrirspurn um hvort að Reykjavíkurborg hafi skoðað hvort að mengaður jarðvegur hafi komið upp í vinnu við framkvæmdarveg á Hlíðarendasvæðinu?  Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. júní 2015.

Kynnt.

Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.

6. Dýrahald á opinberum stöðum.

Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 21. maí 2015.

7. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd.

Lögð fram fundargerð 111. fundar.

8. Hænsnahald í Reykjavík – umboð til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til fullnaðarafgreiðslu.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að veita framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur umboð til þess að fullnaðarafgreiða umsóknir um hænsnahald í Reykjavík sbr. umboð dags. 5. júní 2015.

9. Skotveiðfélag Reykjavíkur og nágrennis.

Lögð fram tillaga að breytingu á sértækum starfsleyfisskilyrðum dags. 30. apríl 2015.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir breytingu á sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis sbr. auglýsta tillögu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. apríl 2015.

Fulltrúi vinstri grænna René Biasone sat hjá við afgreiðsu málsins.

Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi kynnti. 

10. Starfsdagur í haust.

Samþykkt að halda starfsdag heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var falið að finna hentugan tíma. Jafnframt var samþykkt að halda fræðslufund um starfsemi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sama dag.

11. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 9. júní 2015. Lagðar fundargerðir funda nr. 1055, 1056, 1057 og 1058. 

12. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 9. júní 2015.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 16:20

Heiða Björg Hilmisdóttir

René Biasone Ólafur Jónsson

Björn Birgir Þorláksson Lára Óskarsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 9.6.2015 - prentvæn útgáfa