Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 87

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár, 2015, þriðjudaginn 22. apríl 2015 kl. 14:15 var haldinn 87. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarherbergi Hjarðarnesi 3. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Diljá Ámundadóttir og René Biasone, Elísabet Gísladóttir og Björn Birgir Þorláksson. Enn fremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson og Kristín Lóa Ólafsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Umsagnir á vegum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Lögð fram fyrirspurn frá 86. fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur: Óskað er eftir að lagður verði fram á næsta reglulega fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur listi yfir allar umsagnir sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur veitt frá áramótum 2014/2015. 

Lagður fram listi yfir umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 1. janúar -31. mars 2015, dags. 21. apríl 2015. Rósa Magnúsdóttir kynnir.

2. Úrgangsmál Reykjavík. Grenndargámar – söfnun á gleri. http://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_thjonustulysingar/samthyk…

Eygerður Margrétardóttir kynnir. 

3. Verkefnalisti fyrir utan starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Umhverfis- og skipulagssviðs.

Guðmundur B. Friðriksson kynnir. 

Heilbrigðisnefnd tekur undir þær áherslur sem USK leggur fram við undirbúning fjárhagsáætlunar 2016-2020. Fjölga þarf stöðugildum heilbrigðisfulltrúa til að sinna aukinni eftirlitsþörf og efla upplýsinga- og skjalakerfi til að mæta áfram lögbundnu hlutverki og til að bæta gæði þjónustunnar sem HER veitir til almennings og fyrirtækja.

4. Umsögn um breytingu/viðbót við undanþágu frá hollustuháttareglugerð vegnafyrirhugaðrar starfsemi alifuglabús í útihúsum að Brautarholti 5 á Kjalarnesi. 

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 20. febrúar 2015 og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. mars 2014 og 12. mars 2015.

Rósa Magnúsdóttir kynnir.

Heiða Björg Hilmisdóttir kemur á fund kl. 15:25

5. Hænur í Reykjavík – staða mála.

Lögð fram skilyrði varðandi förgun úrgangs og annað er tengist hænsnahaldi í Reykjavík, sbr. gr. 8. gr. samþykktar um hæsnahald í Reykjavík, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða nr. 815/2014, dags. 22. apríl 2015.

Rósa Magnúsdóttir kynnir.

6. Heilsuefling í Reykjavík.

Heiða Björg Hilmisdóttir kynnir.

7. Næstu fundir – starfsdagur í haust.

Samþykkt að halda næsta fund þann 26. maí nk. og starfsdagur verður ákveðinn á næsta fundi.

8. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi um starfsleyfi, dags. 21. apríl 2015 og einnig listi yfir tóbakssöluleyfi, dags. 22. apríl 2015. Einnig listi yfir leyfisveitingar til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu/sýslumanns, dags. 22. apríl 2015.

Listar lagðir fram.

9. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi yfir hundaleyfi, dags. 22. apríl 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 16:29

Heiða Björg Hilmisdóttir

Elísabet Gísladóttir Diljá Ámundadóttir

René Biasone Björn Birgir Þorláksson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 22.4.2015 - prentvæn útgáfa