Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 86

Heilbrigðisnefnd

Fundargerð heilbrigðisnefndar

Ár, 2015, þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 14:15 var haldinn 86. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Diljá Ámundadóttir og René Biasone, Björn Birgir Þorláksson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson og Kristín Lóa Ólafsdóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Mötuneyti í grunnskólum – áætlun um úrbætur.

Kynning frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.  

Auður Árný Stefánsdóttir, Skrifstofustjóri Grunnskólaskrifstofu kynnti.

Gunnar Kristinsson, heilbrigðisfulltrúi tekur sæti undir þessum lið.

Áslaug Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum kl. 14:33.

2. Heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. mars 2015.  Lögð fram fundargerð stýrihóps um vatnsvernd dags. 20. febrúar 2015.  Tillaga að afmörkun vatnsverndarsvæðisins dags. 20. febrúar 2015 og greinargerð dags. 20. febrúar 2015 lögð fram til umsagnar. Drög að heilbrigðissamþykkt um verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu dags. 20. febrúar 2015 lögð fram til samþykktar.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir samhljóða drög að heilbrigðissamþykkt um verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu dags. 20. febrúar 2015 og bókaði eftirfarandi:

Þar sem ferlirannsóknir vegna aflagningar vatnsverndar við Elliðavatn hafa ekki farið fram skorar heilbrigðisnefnd Reykjavíkur á Kópavogsbæ að fara ekki í byggingaframkvæmdir fyrr en slíkar rannsóknir hafa útilokað með öllu að mengun á svæðinu geti haft áhrif á gæði vatns í Myllulæk.

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjvíkur kynnti.

3. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.

Lögð fram ársskýrsla 2014 og fundargerðir 109. og 110. funda.

4. Meindýravarnir Reykjavíkurborgar.

Lögð fram ársskýrsla 2014.

5. Björgun - starfsleyfi. 

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 3. febrúar 2015, bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. febrúar 2015, tvö bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2015, bréf íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 18. febrúar 2015 og bréf Lex lögmannsstofu dags. 3. mars 2015.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina bókaði undir þessum lið:

Framsókn og flugvallarvinir vilja lýsa þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt er að finna fyrirtækinu Björgun ehf. stað til framtíðar fjarri íbúabyggð og útirvistarsvæðum, í stað þess að hverfa til tímabundina lausna sem hafa óþarfa rask og kostnað í för með sér. Teljum við því æskilegt að kanna hvaða framtíðarstaðsetning henti starfseminni.

Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits kynnti.

6. Kirkjuklukkur í Reykjavík.

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. febrúar 2015.

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur dags. 9. febrúar 2015 samþykkt.

7. Innköllun og stöðvun dreifingar ólöglegra matvæla – Energy for you og Way Back Water.

Kynning.

Óskar Ísfeld Sigurðsson kynnti.

8. Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum – mál nr. 512.

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. febrúar 2015.

Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.

9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn vatnamála (gjaldtaka) – þingskjal 888 mál nr. 511.

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2015.

Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.

10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 10. mars 2015.

11. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 10. mars 2015.

12. Lögð fram fyrirspurn heilbrigðisnefndar Reykjavíkur til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Óskað er eftir að lagður verði fram á næsta reglulega fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur listi yfir allar umsagnir sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur veitt frá áramótum 2014/2015

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 16:15

Heiða Björg Hilmisdóttir

Áslaug Friðriksdóttir Diljá Ámundadóttir

René Biasone Ólafur Jónsson

Björn Birgir Þorláksson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 10.3.2015 - prentvæn útgáfa