Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2015, þriðjudaginn 10. febrúar, kl. 14:16 var haldinn 85. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Diljá Ámundadóttir og René Biasone, Björn Birgir Þorláksson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Kristín Lóa Ólafsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í heilbrigðisnefnd.
Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 22. janúar 2015.
2. Mötuneyti í grunnskólum – áætlun um úrbætur.
Kynning frá Skóla- og frístundasviði.
Frestað.
3. Loftgæði 2014 - brennisteinsvetni.
Kynning.
Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.
4. Samþykkt um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram drög og greinargerð.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að senda fyrirliggjandi gögn til stýrihóps um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
5. Eftirlit með fráveitu – leit rangtenginga.
Kynning.
Svava S. Steinarsdóttir kynnti.
6. Hólmsheiði - jarðefnamóttaka.
Lagt fram bréf Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 15. janúar 2015 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. janúar 2015.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. janúar 2015 samþykkt.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur beinir því til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að afla upplýsinga frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um hvenær megi vænta að fyrir liggi ákvörðun um urðunarstað fyrir mengaðan jarðveg.
7. Stefna um úrgangsforvarnir.
Lögð fram drög að stefnu um úrgangsstjórnun og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. janúar 2015.
Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava S. Steinarsdóttir kynntu.
8. Gististaðir í Reykjavík – ábendingar og kvartanir.
Kynning.
Aron Jóhannsson kynnti.
9. Þorramatur - niðurstöður eftirlits 2015.
Kynning
Ágúst Thorstensen kynnti.
10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 10. febrúar 2015.
11. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 10. febrúar 2015.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 16:27
Heiða Björg Hilmisdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Diljá Ámundadóttir
René Biasone Ólafur Jónsson
Björn Birgir Þorláksson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 10.2.2015 - prentvæn útgáfa