Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 84

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2014, þriðjudaginn 13. janúar 2015 kl. 14:20 var haldinn 84. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Diljá Ámundadóttir og René Biasone. Ennfremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Hávaði frá framkvæmdum í íbúðabyggð og miðsvæðum.

Kynning.

Ólöf Vilbergsdóttir og Rósa Magnúsdóttir kynntu.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókaði:

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur felur Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að kynna fyrir Umhverfis- og skipulagsráði, aðkomu HER vegna hávaða frá framkvæmdum í íbúðarbyggð og miðsvæðum. Jafnframt felur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að vekja athygli Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á að bæta við reglugerð nr. 724/2008 að skylt verði að tilkynna lögaðilum um fyrirhugaðar framkvæmdir sem munu hafa hávaða í för með sér.

Ólafur Jónsson og Eva Lind Þuríðardóttir tóku sæti á fundinum kl. 14:23.

2. Heilbrigðiseftirlit með mötuneytum í grunnskólum.

Kynning.

Gunnar Kristinsson kynnti.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókaði:

Heilbrigðisnefnd óskar eftir kynningu skóla- og frístundaráðs hvort búið sé að gera áætlun til þess að bregðast við mötuneytisvanda þeirra grunnskóla sem verst eru staddir varðandi aðstöðu t.d Hagaskóla og Melaskóla, þar sem fyrirséð er að fjölgun verði á nemendum á næstu árum og ef svo er hvort búið sé að fjármagna hana. Einnig hvort búið sé að skoða þá hugmynd að setja af stað miðlægt eldhús fyrir skólana sem þá gæti einnig nýst fyrir aðra matarþjónustu í borginni í neyðartilvikum?

3. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.

Lögð fram fundargerð 108. fundar.

4. Gististaðir í Reykjavík – kvartanir.

Kynning.

Frestað.

5. Loftgæði um áramót.

Kynning.

Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.

6. Strandlengjan – niðurstöður eftirlits 2014.

Kynning.

Svava S. Sigurðardóttir kynnti.

7. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 13. janúar 2015.

8. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 15. janúar 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 16:25

Heiða Björg Hilmisdóttir

Áslaug Friðriksdóttir Diljá Ámundadóttir

René Biasone Ólafur Jónsson

Eva Lind Þuríðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 13.1.2015 - prentvæn útgáfa