Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2014, þriðjudaginn 9. desember 2014 kl. 14:15 var haldinn 83. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, René Biasone og Ólafur Jónsson.
Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, þingskjal 372, mál nr. 305 og þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, þingskjal 392, mál nr. 321.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. desember 2014 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur dags. 24. nóvember 2014.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókaði eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd ítrekar mikilvægi þess að erindi sem tengjast málum nefndarinnar og berast Reykjavíkurborg, áframsendist til nefndarinnar til meðferðar hið fyrsta.
Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir kynntu.
2. Fyrirhuguð viðbygging - Elliðavatnsblettur 3.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 5. desember 2014.
Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.
3. Heildarendurskoðun vatnsverndarsvæðisins.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókaði:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) dags. 4. nóvember 2014 en þar leggur HER áherslu á að farið verði að kosti 1 og þeim kröfum sem koma fram í drögum að endurskoðaðri samþykkt um vatnsverndarsvæði vatnsbóla á svæðinu vegna mikillar nálægðar við núverandi vatnstökusvæði.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur beinir því til SSH að samtökin taki einnig tillit til fyrri umsagnar HER frá 22. apríl 2014 hvað varðar aflagningu vatnsverndar við Elliðavatn sérstaklega þar sem ferlirannsóknir hafa ekki farið fram.
Í sömu umsögn var einnig lagst alfarið gegn því að aflétt verði vatnsvernd í landi Kópavogs frekar en orðið er, í nágrenni vatnstökusvæðis við Myllulæk. Nú þegar er búið að skerða verndarsvæði á þessum slóðum umtalsvert, auk þess, eins og fram kemur í greinagerð tillögunnar, vantar rannsóknir um flutning mengunarefna fyrir Hjallamisgengið.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ítrekar því ofangreindar ábendingar og að þær verði teknar til greina.
Diljá Ámundadóttir tekur sæti á fundinum kl. 14:46.
4. Aflétting notkunarbanns íbúðar – Bergstaðarstræti 46.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. nóvember 2014.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að aflétta banni á notkun kjallara að Bergstaðastræti 46, sem samþykkt var í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur í febrúar 1973.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
5. Áminning skv. 26. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir -
Höndlun ehf.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. október 2014 og 12. nóvember 2014.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
6. Tillaga um synjun starfsleyfis.
Íbúðagisting (Viking Star Rentals), Vesturgötu 23. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. nóvember 2014.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að synja Viking Star Rental starfsleyfi fyrir íbúðargistingu að Vesturgötu 23 sbr. umsókn dags. 20. maí 2014.
7. Umhverfisstofnun.
Kynning.
Kristín Linda Árnadóttir, Gunnlaug H. Einarsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun kynntu.
8. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 9. desember 2014.
9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 9. desember 2014.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15:55
Heiða Björg Hilmisdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Diljá Ámundadóttir
René Biasone Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 9.12.2014 - prentvæn útgáfa