Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 82

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2014, þriðjudaginn 11. nóvember 2014 kl. 14:15-16:15 var haldinn 82. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Eva Lind Þuríðardóttir og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Örn Sigurðsson.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fyrirspurn Ólafs Jónssonar.

Skýring óskast á því af hverju fundargerð 80. fundar Heilbrigðisnefndar sem haldinn var 23. september sl. hefur ekki verið birt á vefsvæði Reykjavíkurborgar og hvort það kann að tengjast því að á fundinum voru samþykktar ríflegar gjaldskrárhækkanir, sem rekja má til hækkunar á launakostnaði há Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Lagt fram svar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

2. Níu mánaða uppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Guðmundur B. Friðriksson kynnti.

3. Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit og hundahald í Reykjavíkurborg til samþykktar.

Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit og hundahald í Reykjavík samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Heiðu Björg Hilmisdóttir, fulltrúa Bjartrar framtíðar, Diljá Ámundadóttir og fulltrúa Vinstri grænna, René Biasone. 

4. Faróa-maurar – Landspítali háskólasjúkrahús.

Guðmundur Þ. Björnsson og Óskar Í. Sigurðsson kynntu.

5. Viðbragðsáætlanir heilbrigðisnefndar Reykjavíkur – loftgæði og sviðsmynd II vegna Bárðarbungu.

Árný Sigurðardóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir kynntu.

6. Heildarendurskoðun vatnsverndarsvæðisins.

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. nóvember 2014. 

Frestað.

7. Hlíðarendi – deiliskipulag.

Lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2014.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Gréta Björg Egilsdóttir bókaði:

Framsókn og flugvallarvinir hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki sé búið að ákveða eða gera ráð fyrir hvar eigi að urða þann mengaða jarðveg sem hugsanlega getur komið upp við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu sem og á flugvallarsvæðinu öllu.  Sérstaklega í ljósi þess að ekki eru ákjósanlegir urðunarstaðir í næsta nágrenni höfuðborgarinnar eftir því sem næst verður komist.

Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir kynntu.

8. Gufunes – breyting á deiliskipulagi; skemmtigarður.

Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2014, tillaga að breytingu á deilskipulagi skemmtigarðs í Gufunesi og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. október 2014. 

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

9. Fullorðinsfræðslan – stöðvun starfsemi.

Lögð fram eftirlitsskýrsla dags. 3. nóvember 2014 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur  dags. 5. nóvember 2014.

Rósa Magnúsdóttir kynnti.

10. Vöktunaráætlun skv. lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. 

Lagðir fram á ný tölvupóstar Umhverfisstofnunar dags. 16. júlí og 17. september 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 15. október 2014.

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

11. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 11. nóvember 2014.

12. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 11. nóvember 2014.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 16:24.

Heiða Björg Hilmisdóttir

Áslaug Friðriksdóttir Diljá Ámundadóttir

Eva Lind Þuríðardóttir René Biasone 

Ólafur Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 11.11.2014 - prentvæn útgáfa