Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 81

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2014, þriðjudaginn 14. október 2014 kl. 14:15 var haldinn 81. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, René Biasone og Ólafur Jónsson.

Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Guðmundur B. Friðriksson, Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson hdl.

Þetta gerðist:

1. Viðbragðsáætlanir Landspítala háskólasjúkrahúss vegna heimsfaralda – inflúensa og ebóla.

Ólafur Guðlaugsson yfirlæknir, Landspítali háskólasjúkrahús kynnti.

2. Átta mánaða uppgjör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Guðmundur B. Friðriksson kynnti.

3. Sorphirða – gjaldskrá.

Guðmundur B. Friðriksson kynnti.

4. Hlíðarendi – vatnafar og vöktun.

Sveinn Óli Pálmason verkfræðingur, Verkfræðistofan Vatnaskil kynnti.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur felur Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í kjölfar kynningar Vatnaskila, með hliðsjón af fyrirhuguðum framkvæmdum á Hlíðarendasvæði, að meta hvort grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til að mæla og tryggja vatnsgæði á framkvæmdatíma?

5. Synjun umsóknar um leyfi til hundahalds.

Lögð fram umsókn Eggerts Más Marínóssonar dags. 29. júlí 2014 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. ágúst 2014.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur synjar Eggerti Má Marínóssyni leyfi til hundahalds sbr. umsókn þess efnis dags. 29. júní 2014.

6. Reglugerð um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum og drög að reglugerð um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum.

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 17. september 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. október 2014.

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

Fulltrúar Samfylkingar, Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, Renée Biasone og Framsóknar og flugvallavina, Gréta Björg Egilsdóttir bókuðu:  

Tekið er undir þær athugasemdir sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir við að skv. 7. gr. í drögum að breytingum á reglugerð nr. 792/2004  um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum eru fiskiskip undanskilin skyldu til að tilkynna um úrgang og farmleifar frá skipum. Ekki er síður nauðsynlegt að fylgjast með þeim úrgangi og farmleifum sem berast frá fiskiskipum en öðrum gerðum skipa.

Áslaug Friðriksdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 16:01

7. Reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi.

Lögð fram reglugerð nr. 1077/2010 og drög að breytingum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags.  2. október 2014.

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

8. Mat á umhverfisáhrifum.

Lagt fram bréf nefndarsviðs Alþingis dags. 25. september 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. október 2014.

Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.

9. Vöktunaráætlun skv. lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. 

Lagðir fram tölvupóstar Umhverfisstofnunar dags. 16. júlí og 17. september 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (send síðar).

Frestað.

10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 14. október 2014.

11. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 14. október 2014.

12. Lögð fram fyrirspurn Ólafs Jónssonar:

Skýring óskast á því af hverju fundargerð 80. fundar Heilbrigðisnefndar sem haldinn var 23. september sl. hefur ekki verið birt á vefsvæði Reykjavíkurborgar og hvort það kann að tengjast því að á fundinum voru samþykktar ríflegar gjaldskrárhækkanir, sem rekja má til hækkunar á launakostnaði há Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 16:22.

Heiða Björg Hilmisdóttir

René Biasone Ólafur Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 14.10.2014 - prentvæn útgáfa