No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2014, þriðjudaginn 23. september kl. 8:47 var haldinn 80. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hjarðarnesi 3. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Diljá Ámundadóttir, René Biasone og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Guðmundur B. Friðriksson og Kristín Lóa Ólafsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson hdl.
Þetta gerðist:
1. Starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2015.
Lögð fram fjárhagsáætlun 2015.
Starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2015 samþykkt með þremur atkvæðum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttir, fulltrúa Bjartrar framtíðar, Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Vintri grænna, René Biasone.
Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, Ólafur Jónsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni og bókaði:
Ekki er hægt að fallast á 16,8% hækkun tímagjalds við heilbrigðiseftirlit sem að nær öllu leyti má rekja til hækkunar á launakostnaði, við heilbrigðiseftirlit í Reykjavík. Lagt er til að hækkun tímagjalds taki að hámarki mið af almennri hækkun verðlags og að endurskoðuð starfsáætlun taki mið af því.
Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 08:56.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sat hjá við afreiðslu tillögunnar.
2. Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur – eldgos í Holuhrauni.
Kynning.
Árný Sigurðardóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir kynntu.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10:02.
Heiða Björg Hilmisdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Diljá Ámundadóttir
René Biasone Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 23.9.2014 - prentvæn útgáfa