Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 8

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2008, 8. september kl. 13:30 var haldinn 8. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í fundarsal Arnarholti (austurendi) að Borgartúni 10-12, 3. hæð. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir, Garðar Mýrdal og Dagbjört Hákonardóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Eygerður Margrétardóttir, Gunnar Herseinn, Anna Rósa Böðvarsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skipan heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og kosning varaformanns heilbrigðisnefndar.
Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 25. agúst 2008. Þórunn Benný Birgisdóttir var kjörin varaformaður nefndarinna.

2. Fundadagatal heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
Lögð fram tillaga að fundadagatali nefndarinnar til og með mars 2009.
Samþykkt samhljóða.

3. Ylströndin í Nauthólsvík-aðbúnaður gesta, öryggis- og hreinlætismál.
Kynning skýrslu ágúst 2008. Rósa Magnúsdóttir kynnti skýrsluna.

4. Svínabúið Brautarholti – kærur til umhverfisráðuneytis vegna útgáfu starfsleyfis.
Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 22. ágúst 2008.

5. Reykjavíkurtjörn – mengunarflokkun 2007
Lögð fram svohljóandi tillaga að bókun nefndarinnar:
Nefndin samþykkir að fela Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að vinna að aðgerðum í samráði við umhverfis- og samgöngusvið er stefna að því að hægt verði að mengunarflokka Tjörnina sem B-flokkað vatn, þ.e. lítið snortið vatn skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Leita skal frekari upplýsinga hvernig þessu markmiði verði sem best náð s.s. með frekari rannsóknum á mögulegum orsökum skolpmengunar, könnun á bætingu lífríkis, kanna möguleika þess að hreinsa ofanvatn í Tjörnina eða beina því annað, að athuga kosti og galla fjarlægingar hluta botnlags. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er falið sem áður reglubundin vöktun vatnsins og í framhaldi af frekari fyrirliggjandi upplýsingum að gera tillögur til nefnarinnar að forgangsröðun aðgerða, frekari rannsóknum og vöktun vatns Tjarnarinnar.” Samþykkt samhljóða.

6. Loftgæði – skýrslur.
Kynning: Einholt, Þverholt, Faxagarður, Ártúnsbrekka, Langholtsvegur, Skeiðarvogur. Anna Rósa Böðvarsdóttir kynnti skýrsluna.

7. Fundargerðir framkvæmdastjórnar um vatnsvernd vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.
Lagðar fram til kynningar 70. og 71. fundargerð og umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 28. ágúst 2008.

8. Áminning skv. 26. gr. laga nr. 7/1998.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 1. september 2008.

9. Lokun húsnæðis að hluta skv. 26. gr. laga nr. 7/1998.
Lögð fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 29. ágúst 2008 og 3. september 2008.

10. Stjórnsýslukæra – hundahald.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 1. september 2008.

11. Stjórnsýslukæra – koffeininnihald í drykkjarvöru. Lagt fram bréf dags. 22. ágúst 2008.

12. Eftirlitsverkefni 2008 - þorramatur. Kynning. Ágúst Thorstensen, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti niðurstöður verkefnisins.

13. Varnarefnainnihald í matvælum – skýrsla 2007. Kynning. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri, kynnti skýrsluna.

14. Stöðvun reksturs að hluta skv. 26. gr. laga nr. 7/1998. Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 22. ágúst 2008. Halldóra Kristinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.

15. Starfsdagur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. lagt var til að starfsdagurinn yrði 29. september n.k. Aðal- og varamenn nefndarinnar boðaðir á fundinn.

16. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi um útgefin hundaleyfi, dags. 12. sept. 2008.

17. Samþykkt starfleyfi og tóbakssöluleyfi. Lagður fram listi um útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi dags. 5. september 2008.

18. Lagt fram svar við fyrirspurn Vinstri grænna og Samfylkingar varðandi Korpuskóla, sem lögð var fram á síðasta fundi nefndarinnar:
Mál það í Korpuskóla sem fulltrúar VG og Samfylkingar reyna með afar ósmekklegum hætti að gera tortryggilegt, var leyst farsællega í samráði við foreldra og skólastjórnendur Korpuskóla og Víkurskóla. Heilbrigðiseftirlitið kom fjórum sinnum aí Korpuskóla árið 2006, jafnoft árið 2007 og hefur þegar komið fjórum sinnum á þessu ári. Þann 13. júní s.l. hafnaði Heilbrigðiseftirlitið að umrætt húsnæði yrði nýtt til kennslu að óbreyttu. Eftirleikinn þekkja menn væntanlega. Allir geta beint málum til Heilbrigðiseftirlits, hvort heldur það eru kennarar, skólastjórnendur, foreldra, nemendur eða aðriri eins og til dæmis fulltrúar VG og Samfylkingar í heilbrigðisnefnd. Þeir augljóslega hafa ekki haft fyrir því að setja sig inn í störf Heilbrigðiseftirlits í Korpuskóla.

Fundi slitið kl. 15.18.

Kristján Guðmundsson

Elínbjörg Magnúsdóttir Þórunn Benný Birgisdóttir
Garðar Mýrdal Dagbjört Hákonardóttir
Ólafur Jónsson