Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 79

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2014, þriðjudaginn 9. september kl. 14:21 var haldinn 79. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmisdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Gísli Garðarson og Ólafur Jónsson.

Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Fundadagatal heilbrigðisnefndar Reykavíkur.

Lagt fram.

2. Hundaeftirlit í Reykjavík.

Kynning.

Árný Sigurðardóttir kynnti.

Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 14:27.

3. Vöktun á gerlamengun í höfnum Faxaflóahafna.

Lögð fram skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands 2013.  Kynning á niðurstöðum.

Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.

4. Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda.

Lögð fram tillaga að greinargerð og skilmálum Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. apríl 2014 ásamt uppdráttum 1, 2, 3 og 4, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. ágúst 2014 og minnisblað Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. ágúst 2014.

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Gréta Björg Egilsdóttir bókaði eftirfarandi undir þessum lið:

Fyrir liggur að rannsóknir sérfræðinga á vatnafari Vatnsmýrarinnar og tilsvarandi líkangerð mun ekki liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast á Hlíðarenda.  Teljum við það ganga í berhögg við yfirlýsingar í samstarfssáttmála meirihlutans sem vill opnari stjórnsýslu, en í 10. Gr. stjórnsýslulaga segir að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Í minnisblaði frá Skrifstofu umhverfisgæða dagsettu þann 8. ágúst 2014 ríkir talsverð óvissa um áhrif framkvæmdanna sérstaklega á friðlandið í Vatnsmýri sem og á Reykjavíkurtjörn, sem hvoru tveggja eru undir hverfisvernd og á Náttúruminjaskrá. Ljóst er að á meðan framkvæmdunum stendur mun álag verða á vatnsbúskap Friðlandsins og Tjarnarinnar og er ekki vitað með vissu hversu mikið það getur orðið. Með auknu álagi er ljóst að fleiri inngripsaðgerðir verða nauðsynlegar án þess þó að búið sé að skilgreina þær og undirbúa sem og kostnaðargreina . Veitutilfærslur, dælingar, hreinsun vatns og það að hægja á vissum liðum framkvæmda er mjög fjárfrekt. Við teljum því að rétt sé að fresta framkvæmdunum þar til búið er að rannsaka áhrif þeirra til hlítar og að rannsóknargögn verði látin ráða ákvörðun um frekari framkvæmdir.

Fulltrúi Samfylkingar Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Besta flokksins Diljá Ámundadóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna Gísli Garðarson, fulltrúi Framsóknar og flugvallavina Gréta Björg Egilsdóttir og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson, bókuðu:

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir það sem fram kemur í minnisblaði frá skrifstofu umhverfisgæða og beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að fara í frekari rannsóknir á vatnsbúskap og áhrifum  fyrirliggjandi framkvæmda í Vatnsmýri.

5. Vöktunaráætlun skv. lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. 

Lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 16. júlí 2014 ásamt fylgigögnum; Staða og álitamál við gerð vöktunaráætlunar, tímaplan, Vöktun A og Vöktun B.

Frestað.

6. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.

Lögð fram fundargerð 107. fundar.

7. Starfs- og fjárhagsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson kynntu.

8. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 9. september 2014.

9. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 9. september 2014.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 14:18.

Heiða Björg Hilmisdóttir

Áslaug Friðriksdóttir Diljá Ámundadóttir

Gísli Garðarsson Ólafur Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 9.9.2014 - prentvæn útgáfa