No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2014, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 14:00 var haldinn 78. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Heiða Björg Hilmarsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Diljá Ámundadóttir, René Biasone og Ólafur Jónsson.
Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir,
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. júní 2014 og bréf Samtaka atvinnulífsins dags. 2. júlí 2014.
2. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur – kosning varaformanns.
Diljá Ámundadóttir kjörinn varaformaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur með samhljóma atkvæðum.
3. Samþykkt fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar.
Lögð fram til kynningar samþykkt fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar dags. 18. júní 2013.
Björgvin Rafn Sigurðarson lögfr. kynnti.
4. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar - fundardagar.
Lögð fram tillaga að fundardögum , 2. þriðjudagur mánaðarlega kl. 14:15 -16:15.
Samþykkt.
5. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar - starfsdagur.
Tillaga lögð fram að halda starfsdag þann 26. ágúst 2014 frá kl. 10-16.
Samþykkt.
6. Heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. júní 2014 og sjá gögn http://www.ssh.is/tilkynningar.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að auglýsa framlagða tillögu sem kemur fram í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. júní 2014.
7. Aukin vinnslugeta og vatnsvinnsla Orkuveita Reykjavíkur í Vatnsendakrikum.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. júní 2014, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2014 og skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur; Aukin vinnslugeta og vatnsvinnsla á vatnstökusvæði Orkuveitu Reykjavíkur í Vatnsendakrika dags. júní 2014.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur samhljóða undir með umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2014 að umhverfisáhrifin geti verið umtalsverð og skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum.
8. Aukin vinnslugeta og vatnsvinnsla Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. júní 2014, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2014 og skýrsla Mannvits; Breyting á vatnstoku Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum dags. júní 2014.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur samhljóða undir með umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2014 að umhverfisáhrifin geti verið umtalsverð og skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum.
9. Lagning jarðstrengs og niðurrifs á Elliðavatnslínu – Orkuveita Reykjavíkur Veitur.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 10. júlí 2014 og starfsleyfi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar dags. 22. júlí 2014.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
10. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd.
Lögð fram fundargerð 106. fundar.
11. Bruni í Skeifunni 11 - 6. júlí 2014.
Lagðar fram til eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. júlí og 7. júlí 2014.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
12. Samþykkt um hænsnahald í Reykjavík.
Lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald í Reykjavík, erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 5. ágúst og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 14. júlí 2014.
Drög að samþykkt um hænsnahald í Reykjavík samþykkt.
Ólafur Jónsson, fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins sat hjá við afgreiðslu málsins.
13. Þvingunaraðgerðir skv. 26.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Áminning; Lögð fram fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. júní og 18. júli 2014 til Abltaks ehf., Fannafold 42, 112 Reykjavík.
Stöðvun starfsemi. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Ævintýragarðsins Skútuvogi 4, dags. 10. júlí 2014 og eftirlitsskýrslur dags. 7. júlí og 10. júlí 2014.
14. Hreinsun lóðar á kostnað eiganda - Grundarstígur 5a.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. júní og 6. ágúst 2014.
Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið samhljóða.
15. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 12. ágúst 2014.
16. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 12. ágúst 2014.
Fundi slitið kl. 16:08
Heiða Björg Hilmarsdóttir
Gréta Björg Egilsdóttir Diljá Ámundadóttir
René Biasone Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 12.8.2014 - prentvæn útgáfa