Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 77

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2014, þriðjudaginn 10. júní kl. 15:04 var haldinn 77. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Garðar Mýrdal, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Sigurður Eggertsson, Marta Guðjónsdóttir og Ólafur Bjarnason. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Jón Ragnar Gunnarsson, Ingibjörn Guðjónsson, Einar Oddsson, Ingibjörg H. Elíasdóttir, Ásgeir Björnsson, Erna Svanhvít Sveinsdóttir, Helgi Valur Helgason, Magnea Karlsdóttir, Ólöf Vilbergsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Úrskurðir frá úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál.

Lagðir fram úrskurðir varðandi nr. 93/2012 og 18/2014.

Björgvin Rafn Sigurðarson kynnti.

- Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 15:11.

2. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd.

Lögð fram fundargerð 105. fundar.

3. Áminningar skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. 

Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna Grænuborgar dags. 28. janúar 2014, Landspítala háskólasjúkrahúss dags. 28. apríl 2014 og Höndlunar ehf. dags. 19. maí 2014.

Ingibjörn Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi og Einar Oddsson heilbrigðisfulltrúi kynntu.

4. Hreinsun lóða á kostnað eigenda.

Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. maí 2014 til húsfélaga að Síðumúla 29 og Síðumúla 31.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að lóðirnar Síðumúli 29 og 31 verði hreinsaðar á kostnað eigenda samkvæmt heimild í 27. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 16. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.

5. Aflétting notkunarbanns, Bakkastíg 4 kjallara.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. júní 2014.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að að aflétta banni á notkun kjallara að Bakkastíg 4 þar sem húsnæðið er ekki lengur heilsuspillandi.

Ingibjörg H Elíasdóttir kynnti.

6. Miljöstyrelsen í Kaupmannahöfn og Miljöförvaltningen í Málmey.

Kynning á þekkingarheimsókn 9. og 10. apríl 2014.

Árný Sigurðardóttir og Óskar Í. Sigurðsson kynntu.

7. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 10. júní 2014.

8. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 10. júní 2014.

Fundi slitið kl. 16:02.

Kristín Soffía Jónsdóttir

Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Sigurður Eggertsson

Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 10.6.2014 - prentvæn útgáfa