Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2014, þriðjudaginn 6. maí kl. 13 – 15:30 verður haldinn 76. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14. Mættir voru Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Diljá Ámundadóttir, Garðar Mýrdal, Svein n H. Skúlason og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Svava Steinarsdóttir. Ritari fundarins er Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
1. Heildarendurskoðun vatnsverndarsvæðisins.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags.22. apríl 2014, umsögn Vegagerðar ríkisins dags. 14. apríl 2014 , Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 22. apríl 2014 og tvær umsagnir Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22. apríl 2014 .
Kristín Lóa Ólafsdóttir, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.
2. Heilbrigðissamþykkt um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Kynning á vinnu við endurskoðun á heilbrigðissamþykkt um verndarsvæði vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram drög að endurskoðaðri vatnsverndarsamþykkt.
Kristín Lóa Ólafsdóttir, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
3. Óleyfileg förgun lífræns úrgangs á Hólmsheiði og í Víðidal.
Kynning.
Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
4. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (fjölgun tilkynningarskyldra framkvæmda, EES-reglur), 467. mál.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. apríl 2014 og tölvubréf
nefndarsviðs Alþingis dags. 15. apríl 2014.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
5. Frumvarp til laga um um losun og móttöku úrgangs frá skipum (EES-reglur), 376. mál.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. apríl 2014.
Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
6. Austurhöfn – breyting á deiliskipulagi, hljóðvist.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. apríl 2014, umhverfisskýrsla vegna breytinga á deiliskipulagi Austurhafnar, skipulagsuppdráttur af Austurhöfn og deiliskipulag fyrir Austurhöfn frá 2006.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
7. Miljöstyrelsen í Kaupmannahöfn og Miljöförvaltningen í Malmö.
Kynning á heimsókn 9. og 10. apríl 2014.
Frestað.
8. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 6. maí 2014.
9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 6. maí 2014.
Fleira gerðist ekki.
Fundargerðin var lesin upp og undirrituð.
Fundi slitið kl. 14.23
Kristín Soffía Jónsdóttir
Sigurður Eggertsson Diljá Ámundadóttir
Garðar Mýrdal Sveinn H. Skúlason
Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 6.5.2014 - prentvæn útgáfa