Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2014, þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00 var haldinn 75. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Lykkju, 3. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Garðar Mýrdal, Sigurður Eggertsson, Sveinn H. Skúlason, Ragnheiður Héðinsdóttir. Ennfremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Niðurstöður vöktunar 2013 – loftgæði.
Kristín Lóa Ólafsdóttir, verkefnastjóri, kynnti.
Svohljóðandi bókun var samþykkt:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur beinir því til viðbragðsteymis um loftgæði að skoða efnisval til hálkueyðingar í borginni og að efnisvali verði framvegis hagað þannig að sem minnstar líkur verði á að það auki á svifryksmengun.
2. Reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Lögð fram til kynningar breytingar á reglugerð nr. 785/1999 nr. 214/2014 og hæstaréttardómur nr. 651/2013, Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis gegn Íbúasamtökum Kjalarness.
3. Embættisafgreiðslur framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Lögð fram til samþykktar breyting á viðauka 2.2. um embættisafgreiðslur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og greinargerð Umhverfis- og skipulagssviðs Reykavíkurborgar dags. 18. nóvember 2013.
Samþykkt.
4. Heildarendurskoðun vatnsverndarsvæðisins.
Lögð fram drög að greinargerð stýrihóps dags. mars 2014.
Umræða.
5. Undanþágubeiðni Orkuveitu Reykjavíkur – brennisteinsvetni.
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 12. febrúar 2014 og greinargerð dags. 11. febrúar 2014, bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 24. febrúar 2014, umsagnir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 5. mars 2014, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 11. mars 2014 og drög að umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. mars 2014.
Umsögnin var samþykkt með smávægilegum breytingum, sem fram komu á fundinum.
6. Leikskóli Hjallastefnunnar – Sogavegi 73-75.
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs-Skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. mars 2014.
Nefndin gerði ekki athugsemdir við umsögnina.
7. Tilraunarækt samloka í Skerjafirði.
Lögð fram umsókn Artic Seafood ehf. dags. 25. janúar 2014, bréf Matvælastofnunar dags. 3. mars 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. mars 2014.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
8. Óleyfileg förgun lífræns úrgangs á Hólmsheiði og í Víðidal.
Frestað
9. Heilbrigðissamþykkt um hænsnahald í Reykjavík og samþykkt um takmörkun búfjár og bann við lausagöngu í Reykjavík.
Tillaga að samþykkt um hænsnahald í Reykjavík og breytingatillaga við samþykkt um takmörkun búfjárhalds og bann við lausagöngu búfjár í Reykajvík nr. 426/2003 lögð fram til samþykktar. Tillögurnar voru samþykktar með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Besta flokksins, Hjördísar Sjafnar Ingimundardóttir og fulltrúa Vinstri grænna, Garðars Mýrdal sem óskaði bókað:
Varðandi afgreiðslu á samþykkt um hænsnahald í Reykjavík, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, vill fulltrúi VG, Garðar Mýrdal taka fram að nauðsynlegt er að setja slíka samþykkt eftir að borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila slíkt hænsnahald við samþykkt aðalskipulags borgarinnar. Fulltrúi VG vísar í þessu sambandi til álits meindýraeyðis Reykjavíkur sem leggst gegn því að heimilað sé hænsnahald í borginni enda telur hann að slíkt geti leitt til aukninga meindýra. Hann telur afar áríðandi að verði hænsnahald samþykkt séu sett ströng ákvæði svo hægt sé að bregðast skjótt við ef upp kemur vandamál vegna meindýra. Fulltrúi VG tekur þátt í afgreiðslu fyrirliggjandi samþykktar um hænsnahald en telur jafnframt að hafa þurfi skýr ákvæði um viðbrögð við brotum á reglunum og auglýsa að þessi samþykkt komi til endurmats innan tveggja ára.
10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. apríl 2014.
11. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. apríl 2014.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15.13
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Garðar Mýrdal
Sveinn H. Skúlason Ragnheiður Héðinsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 1.4.2014 - prentvæn útgáfa