Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 74

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2014, þriðjudaginn 11. mars kl. 13:06 , var haldinn 74. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Mættir voru Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Sigurður Eggertsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Ólafur Jónsson og Björn Gíslason. Enn fremur sátu fundinn  Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Svava Steinarsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir.

Ritari fundarins er Kristín Lóa Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Ráðning heilbrigðisfulltrúa

Kynnt ráðning Ásgeirs Björnssonar hjá Umhverfiseftirliti og Önnu Jóhannesdóttur og Anítu Gústafsdóttir hjá Matvælaeftirliti. 

2. Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Lagt fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dags. 4. febrúar 2014 og umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 27. febrúar 2014. Óskar Í. Sigurðsson kynnti. 

3. Starfsleyfi fyrir Bolaöldur ehf. v/efnistöku útgefið af  Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og starfsleyfisskilyrði. Ólöf Vilbergsdóttir kynnti.

4. Drög að reglugerð um velferð gæludýra

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftilits Reykjavíkur. Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

5. Næsti fundur í heilbrigðisnefnd. 

Lagt var til að næsti fundur verði þriðjudaginn 1. apríl. Samþykkt. 

6. Niðurstöður eftirlits 2013 – strandsjór.

Kynning. Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

7. Brennisteinsvetni – niðurstöður mælinga Orkuveitu Reykjavíkur. 

Lögð fram skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. janúar 2014, um mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði. Kynning. Hólmfríður Sigurðardóttir OR kom og kynnti. 

8. Þríhnúkar - starfsleyfisskilyrði. 

Kynning. Páll Stefánsson HHK kom og kynnti.

Björn Gíslason vék af fundi kl. 14:56.

9. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 11. mars 2014.

10. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 11. mars 2014.

11. Reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Lögð fram breyting á reglugerð nr. 785/1999 nr. 214/2014. Jafnframt lagður fram hæstaréttardómur nr. 651/2013, Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis gegn Íbúasamtökum Kjalarness. Frestað.

12. Niðurstöður vöktunar 2013 – loftgæði.

Kynning. Frestað.

Fundi slitið kl. 15:15

Kristín Soffía Jónsdóttir

Sigurbjörg Gísladóttir Ólafur Jónsson

Sigurður Eggertsson Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 11.3.2014 - prentvæn útgáfa