Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2014, þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13:06 var haldinn 73. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Mættir voru Kristín Soffía Jónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Sigurður Eggertsson, Garðar Mýrdal, Ólafur Jónsson og Björn Gíslason.
Ritari fundarins er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Bílhræ og númerslausir bílar.
Lagt fram drög að endurnýjuðu umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um hreinsun bílhræja og númerslausra bíla.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
Samþykkt.
2. Bolalda – efnistaka.
Lögð fram drög að stafsleyfisskilyrðum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. desember 2013.
Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.
3. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram þingskjal 277-215. mál, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. janúar 2014 og umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. janúar 2014.
Ólöf Vilbergsdóttir kynnti.
4. Svipting leyfa til hundahalds á sex hundum – Álfabrekka, Suðurlandsbraut 27.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. desember 2013 og 6. janúar 2014 og bréf Jóhanns Vísis Gunnarssonar dag. 20. desember 2013. Lögð fram tillaga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að svipta Jóhann Vísi Gunnarsson leyfi til að halda 6 hunda að Álfabrekku, Suðurlandsbraut 27
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir tillögu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. desember 2013.
Björn Gíslason víkur af fundi.
5. Leigubann – Hraunberg 19.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. janúar 2014 og eftirlitsskýrsla dags. 24. janúar 2014.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að leggja leigubann á Hraunberg 19, rými undir bílskúr og þinglýsa leigubanni á rýmið.
Samþykkt
6. Leigubann - Gnoðarvogur 66.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. janúar 2014 og eftirlitsskýrsla dags. 27. janúar.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að leggja leigubann að Gnoðavogi 66, kjallari og að þinglýsa leigubanni á kjallarann.
Samþykkt.
Björn Gíslason tekur aftur sæti á fundi.
7. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram ársskýrsla 2013 og fundargerð 101. fundar.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
Óskað er eftir kynningu frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, á starfsleyfi fyrir 3 H Travel ehf. , sbr. 3. lið 101. fundar Frkv. stjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
8. Stöðuskýrsla fyrir vatnasvæði Íslands.
Kynning. Lögð fram á ný stöðuskýrsla Umhverfisstofnunar um vatnasvæði Íslands.
Jóhanna Björk Weisshappel kynnti
Tryggvi Þórðarson tóku sæti á fundinum.
9. Jarð- og gasgerðarstöð.
Kynning. Lögð fram skýrsla Mannvits um gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. janúar 2014.
Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Ólafsson tóku sæti á fundinum og kynntu skýrsluna.
10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 11. febrúar 2014.
Samþykkt.
11. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 11. febrúar 2014.
Samþykkt.
Ekki var fleira gert.
Fundi slitið kl. 15:18.
Kristín Soffía Jónsdóttir
Diljá Ámundadóttir Sigurður Eggertsson
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson
Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 11.2.2014 - prentvæn útgáfa