Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 72

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2014, þriðjudaginn 14. janúar kl. 13:04 var haldinn 72. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7.  hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir. Sigurður Eggertsson, Garðar Mýrdal, Ólafur Jónsson og Björn Gíslason. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Svava Steinarsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Ólafur Bjarnason og Björgvin Rafn Sigurðarson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kosning í heilbrigðisnefnd.

Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 19. desember 2013.

Björn Gíslason tekur sæti Mörtu Guðjónsdóttur sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

2. Aðgerðaráætlun um hljóðvist í Reykjavík.

Kynning.

Lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðgerðaráætlun gegn hávaða dags. 16. desember 2013.

Ólafur Bjarnason kynnti.

3. Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit í Reykjavík.

Rætt.

4. Ráðning heilbrigðisfulltrúa/verkefnisstjóra Umhverfisvöktunar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Kynnt ráðning Kristínar Lóu Ólafsdóttur og Svövu Steinarsdóttur.

5. Upplýsingakerfi Matvælastofnunar  – ÍsLeyfur.

Lagður fram tölvupóstur Matvælastofnunar dags. 10. desember 2013 ásamt fylgigögnum.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur felur framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að skoða málið frekar í samráði við Upplýsinga og Tæknideild (UTD).

Árný Sigurðardóttir og Óskar Í. Sigurðsson kynntu.

6. Brúnegg ehf. – höfnun undanþágu frá fjarlægðamörkum.

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 7. janúar 2014.

7. Stöðuskýrsla fyrir vatnasvæði Íslands.

Lögð fram skýrsla Umhverfisstofnunar dags. nóvember 2013.

Árný Sigurðardóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir kynntu.

8. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi

Lagður fram listi dags. 14.  janúar 2014.

9. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 14.  janúar 2014.

Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum

Fundi slitið kl. 14:15

Kristín Soffía Jónsdóttir

Garðar Mýrdal   Ólafur Jónsson

Sigurður Eggertsson Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 14.1.2014 - prentvæn útgáfa