Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2013, þriðjudaginn 10. desember kl. 13.00 var haldinn 71. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hjarðarnesi, 3. hæð vestur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Garðar Mýrdal, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir og Diljá Ámundadóttir. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Þröstur Ingólfur Víðisson, Ólafur Jónsson og Björgvin Rafn Sigurðarson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Heildarendurskoðun vatnsverndarsvæðisins.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
2. Ríkisendurskoðun – skýrsla til Alþings.
Lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Matvælastofnun dags. nóvember 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. október 2013.
Óskar Í. Sigurðsson og Árný Sigurðardóttir kynntu.
3. Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðalskipulag Reykjavíkur, Kópavogs og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Lagðar fram umsagnir dags. 11. september 2013, 18. september 2013 og 20. september 2013 og bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. desember 2013.
Kristín Lóa Ólafsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson kynntu.
4. Regnvatnsútrásir í Fossvogs- og Grófarlæk – kortlagning og sýnataka.
Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. október 2013 og bréf Heilbrigðseftirlit Reykjavíkur dags. 8. nóvember og 3. desember 2013, bréf heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 26. nóvember 2013.
Kristín Lóa Ólafsdóttir og Þröstur I. Víðisson kynntu.
5. Tillaga til þingsályktunar – mál 58. „broskarl“.
Lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21 nóvember 2013 við þingsskjali 58 – 58. mál. 143. löggjafarþings 2013-2014.
Samþykkt.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
6. Lagt fram frumvarp til laga um matvæli – mál 110 - Efni og hlutir í snertingu við matvæli.
Lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. nóvember 2013 við þingskjal 113 -110 mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.
Fulltrúi Samfylkingar, Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, Garðar Mýrdal, fulltrúar Besta flokksins, Diljá Ámundadóttir og Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir bókuðu eftirfarandi: „ Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir umsögn heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og bendir á að skoða þurfi málið í samhengi við lög og reglur sem gilda um meðhöndlun úrgangs, landáætlun um úrgang 2010-2022 og markmið í endurvinnslu“.
Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, Ólafur Jónsson, var ekki aðili að bókuninni.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
7. Tillaga til þingsályktunar – mál 96. um endurskoðun laga og reglna m.t.t. myglusvepps og tjóns af völdum þeirra.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 13. nóvember 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. nóvember 2013 við 96. mál. 143. löggjafarþings 2013-2014 - tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra.
Samþykkt.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.
8. Heiðmörk.
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. október 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. október 2013.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
9. Gámaþjónustan - stjórnsýslukæra.
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál dags. 30. október 2013 og greinargerð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. desember 2013.
Björgvin Rafn Sigurðarson kynnti.
10. Næsti fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Ákveðið var að halda næsta fund nefndarinnar 14. janúar 2014.
11. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi
Lagður fram listi dags. 10. desember 2013.
12. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 10. desember 2013.
Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum
Fundi slitið kl. 15.00
Kristín Soffía Jónsdóttir
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson
Diljá Ámundadóttir Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
heilbrigdisnefnd_1012.pdf