Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2013, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13:00 var haldinn 70. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð vestur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Ragnar Hansson, Ragnheiður Héðinsdóttir, Garðar Mýrdal, Rúna Malmquist. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Örn Sigurðsson og Björgvin Rafn Sigurðarson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samsetning svifryks í Reykjavík. Lögð fram skýrsla um rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar unnin af Eflu verkfræðistofu dags. september 2013.
Páll Hlöðversson, starfsmaður Eflu kynnir.
Sigurður Eggertsson tekur sæti á fundinum kl. 13:07.
2. Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavíkurborg, gjaldskrá meindýravarna og gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.
Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Vinstri grænna, Garðari Mýrdal, fulltrúar Besta flokksins Sigurðar Eggertssonar og Ragnars Hanssonar. Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins situr hjá við atkvæðagreiðslu. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Rúna Malmquist situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Gjaldskrá fyrir meindýravarna samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Vinstri grænna, Garðars Mýrdals, fulltrúa Besta flokksins, Sigurðar Eggertssonar og Ragnars Hanssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Rúnu Malmquist. Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Vinstri grænna, Garðari Mýrdal, fulltrúa Besta flokksins Sigurðar Eggertssonar og Ragnars Hanssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Rúnu Malmquist. Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Árný Sigurðardóttir og Guðmundur B. Friðriksson kynna.
3. Vatnsvernd og mengunareftirlit. Lagt fram bréf heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 3. október 2013.
4. Gististaðir í íbúðabyggð. Kynning á átaksverkefni.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
5. Starfsleyfi Sætra synda. Lagt fram erindi Lex lögmannsstofu til borgarráðs Reykjavíkur dags 29. ágúst 2013.
Fulltrúi Samfylkingar, Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, Garðar Mýrdal, fulltrúar Besta flokksins Sigurður Eggertsson og Ragnar Hansson og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Rúnu Malmquist bókuðu eftirfarandi:
Ítrekuð eru fyrri svör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna erindisins.
Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, Ragnheiður Héðinsdóttir bókaði eftirfarandi: Fulltrúi atvinnulífsins telur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur túlki 9. gr. Matvælalaga of þröngt. Telji Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sig ekki hafa lagaheimild til að framfylgja Iðnaðarlögum verður að endurskoða lög til að slíkt verði heimilt.
6. Björgun ehf. Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 25. október 2013 ásamt drögum að umsögn.
Umsögn samþykkt.
7. Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðalskipulag Reykjavíkur, Kópavogs og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Frestað.
8. Regnvatnsútrásir í Fossvogs- og Grófarlæk – kortlagning og sýnataka. Frestað.
9. Heiðmörk Frestað.
10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi Lagður fram listi dags. 12. nóvember 2013.
11. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi dags. 12. nóvember 2013.
Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum
Fundi slitið kl. 15:15
Kristín Soffía Jónsdóttir
Ragnar Hansson Garðar Mýrdal
Sigurður Eggertsson Rúna Malmquist
Ragnheiður Héðinsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 12.11.2013 - prentvæn útgáfa