Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 7

Heilbrigðisnefnd

HEILBRIGÐISNEFND


Ár 2008, fimmtudaginn 7. ágúst. kl. 9.00 var haldinn 7. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Arnarholti að Borgartúni 10-12, 3. hæð. Fundinn sátu Egill Örn Jóhannesson, Kristján Guðmundsson, Guðrún Pálína Ólafsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Garðar Sigurþórsson, Ása Þorkelsdóttir, Ingibjörg H. Elíasdóttir, Svava S. Steinarsdóttir og Óskar Ísfeld Sigurðsson, sem ritaði fundargerð. Helga Jóhanna Bjarnadóttir og Gunnar Svarsson frá Línuhönnun. Hilmar Malmquist frá Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Þetta gerðist:

1. Urðunarstaðurinn í Gufunesi – mælingar og áhættumat júlí 2008. Kynning.
Helga Jóhanna Bjarnadóttir og Gunnar Svarsson frá Línuhönnun kynntu.

2. Reykjavíkurtjörn mengunarflokkun 2007. Kynning.
Hilmar Malmquist Náttúrufræðistofu Kópavogs kom á fundinn.

3. Sundlaugar ÍTR – niðurstöður úr sýnum á heildargerlafjölda sumar 2008.
Ingibjörg H. Elíasdóttir kynnti.

4. Matvælaeftirlit – eftirlitsverkefni; Nitritinnihald í saltkjöti og þorramatur.
Kynning á þorramatsverkefni frestað en ísverkefni kynnt.
Garðar Sigurþórsson og Ása Þorkelsdóttir kynntu.

5. Sértæk starfsleyfisskilyrði – Fjörefli ehf. til samþykktar.
Svava S. Steinarsdóttir kynnti drög að starfsleyfisskilyrðum.
Starfsleyfisskilyrðin samþykkt.

6. Fluggarðar – lagfæring frárennslislagnar.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 27. mars 2008 til kynningar.

7. Efnistaka á hafsbotni í Kollafirði – Umsögn.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 9. júlí 2008.

8. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur. Sundahöfn og Skarfabakki – Umsögn ATH Dettur út bréf ósent, Samgönguskrifst. á eftir að bæta við það.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. júlí 2008.

9. Þyrluþjónustan – mál nr. 1/2008 úrskurðarnefnd skv. 31. gr. laga nr. 7/1998.
Lagt fram til kynningar og frestað.

10. Svínabúið Brautarholti – kærur til Umhverfisráðuneytis vegna útgáfu starfsleyfis.
Lögð fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 26. júní og 16. júlí 2008, bréf Lagastoðar dags. 18. apríl og 26. júní 2008, bréf AM Praxis dags. 14. júní 2008, bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 12. júlí o g 19. júlí 2008.
restað.

11. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um útgefin hundaleyfi dags. 7. ágúst 2008.
Samþykkt.

12. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagður fram listi um útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi dags. 7. ágúst 2008.
Samþykkt.

13. Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum höfðu foreldrar barna í Korpuskóla samband við formann menntaráðs, Júlíus Vífil Yngvarsson og lýstu alvarlegum áhyggjum sökum lélegs ástands á færanlegum kennslustofum við skólann. Í fjölmiðlum kom m.a. fram að þar væri grasserandi e.k. myglusveppur sem talinn er hafa valdið börnum veikindum. Sá formaður menntaráðs til þess að heilbrigðiseftirlit borgarinnar væri gert viðvart og það kallað til?

Fulltrúar meirihlutans óska eftir að bókað verði að fram hafi komið í fjölmiðlum að formaður menntasviðs hafi haft strax samband við framkvæmda- og eignasvið sem eiganda skólans.


Fundi slitið kl. 12.00

Egill Örn Jóhannesson

Kristján Guðmundsson Guðrún Pálína Ólafsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Garðar Mýrdal