Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2013, þriðjudaginn 8. október kl. 13:05 var haldinn 69. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð vestur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Garðar Mýrdal, Sigurður Eggertsson, Rúna Malmquist og Diljá Ámundadóttir. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Svava. S. Steinarsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Björgvin Rafn Sigurðarson, sem ritaði fundargerð. Þetta gerðist:
1. Heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Hrafnkell Á. Proppé frá Samstökum Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, Sveinn Óli Pálmarsson frá Vatnaskilum og Jóna Bjarnadóttir frá Mannviti kynntu.
Diljá Ámundadóttir tekur sæti á fundinum kl. 13:10.
2. Gististaðir í íbúðabyggð. Kynning á átaksverkefni. Frestað.
3. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd. Lögð fram fundargerð 100. fundar.
4. Ráðning í stöðu heilbrigðisfulltrúa.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti ráðningu Arons Jóhannssonar sem heilbrigðisfulltrúa. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir ráðninguna.
5. Haustfundur 28. og 29. október 2013 - Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
6. Starfsleyfi Sætra synda. Lagt fram erindi Lex lögmannsstofu til borgarráðs Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2013.
Frestað.
7. Úrskurður – Hundahald í fjöleignahúsi. Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. febrúar 2013, bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. mars 2013 og úrskurður dags. 27. september 2013.
8. Drög að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. september og viðbót dags. 20. september 2013.
9. Tillaga að aðalskipulagi Kópavogs 2012-20124. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. september 2013.
10. Breytingartillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-20124 vegna Aðalskipulags Reykjavíkur.‘ Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. september 2013.
11. Melavellir, alifuglabú – starfsleyfi. Lögð fram drög að starfsleyfisskilyrðum
12. Svínabúið Brautarholti – starfsleyfi. Lögð fram starfsleyfisskilyrði dags. 12. febrúar 2013, bréf Kristins Bjarnasonar hrl. dags. 18. apríl 2013, bréf Bjarna Pálssonar dags. 16. september 2013 og greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. október 2013. Starfsleyfisskilyrði samþykkt. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi kynnti.
13. Umsókn um leyfi til hænsnahalds – Stórhöfða 22-30. Lögð fram umsókn Árna Kolbeins ódagsett, bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. júní 2013 og umsögn Skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2013.
Umsókn samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Kristínar Soffíu Jónsdóttur, Besta flokksins, Sigurðar Eggertssonar og Diljár Ámundardóttur. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Rúna Malmquist og Fulltrúi Vinstri Grænna, Garðar Mýrdal, sátu hjá við afgreiðslu umsóknarinnar. Leyfið er veitt til 1. árs og er bundið skilyrðum sem fram koma í drögum að samþykkt um hænsnahald í Reykjavík.
14. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 8. október 2013.
15. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi dags. 8. október 2013.
Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum
Fundi slitið kl. 15:00
Kristín Soffía Jónsdóttir
Diljá Ámundadóttir Garðar Mýrdal
Sigurður Eggertsson Rúna Malmquist
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigdisnefnd_0810.pdf