Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 67

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2013, mánudaginn 9. september. kl. 13.48 var haldinn 67. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hof, 7. hæð vestur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Sigurður Eggertsson, Marta Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Örn Sigurðsson og Björgvin Rafn Sigurðarson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2013. Guðmundur B. Friðriksson kynnti.

2. Gámaþjónustan starfsleyfi. Lögð fram bókun umhverfis- og skipulagsráðs dags. 30. ágúst 2013, umsagnir hverfisráðs Miðborgar dags. 26. ágúst 2013, hverfisráðs Hlíða dags. 21. ágúst 2013 og umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. ágúst 2013. Frestað.

3. Hundagerði við Hofsvallagötu. Lögð fram bókun umhverfis- og skipulagsráðs dags. 12, júlí 2013: „Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að beina því til heilbrigðisnefndar að leyfa lausagöngu hunda á túninu umhverfis sundlaug Vesturbæjar í tilraunaskyni í eitt ár“ og minnisblað deildarstjóra náttúru og garða dags. 6. september 2013. Lögð fram eftirfarandi bókun: Heilbrigðisnefnd getur ekki gefið jákvæða umsögn þess efnis að allt grænt svæði umhverfis Vesturbæjarlaug verði gert að leyfðu lausagöngusvæði hunda. Á svæðinu er leiksvæði ætlað börnum og er það jafnframt notað til almennrar útivistar. Notendur svæðisins eiga ekki von á lausagönguhundum með tilheyrandi ónæði og mörulegum óþrifum. Aðgengi að sundlauginni þarf að vera tryggt án þess að gestir hennar mæti lausum hundum, þar sem nálægð svæðisins og inngangs sundlaugarinnar er mikil. Fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins var ekki aðili að bókuninni.

4. Hreinsun lóðar að Barónsstíg 28. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. ágúst 2013. Samþykkt.

- Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 14:45.

5. Gististaðir í íbúðabyggð. Kynning á átaksverkefni. Frestað.

6. Starfsdagur heilbrigðisnefndar 24. september 2013. Kynning á dagskrá. Óskar Í. Sigurðsson kynnti.

7. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 9. september 2013.

8. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi dags. 9. september 2013.

Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum

Fundi slitið kl. 14.52

Kristín Soffía Jónsdóttir
Diljá Ámundadóttir Sigurður Eggertsson
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigdisnefnd_0909.pdf