Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2013, þriðjudaginn 27. ágúst. kl. 13:10 var haldinn 66. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Arnarholti, 3. hæð, vestur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Garðar Mýrdal, Ólafur Jónsson, Sigurður Eggertsson, Marta Guðjónsdóttir og Diljá Ámundadóttir. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur B. Friðriksson og Björgvin Rafn Sigurðarson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2014.
2. Merkingar á matvælum. Kynning. Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
3. Alifuglabú og íbúðarhús – beiðni um undanþágu frá fjarlægðarmörkum. Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 24. júní 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. júlí 2013. Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi kom á fundinn og kynnti.
4. Bolaöldur – akstursíþrótta og -kennslusvæði. Lögð fram umsagnarbeiðni Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júlí 2013, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 31. júlí 2013 og Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. maí 2013. Lögð fram eftirfarandi bókun:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og hvetur jafnframt til að fram fari áhættumat varðandi starfrækslu aksturskennslu og vélhjólaakstursbrauta eins og hér er gert ráð fyrir. Í því sambandi horfir Heilbrigðisnefndin til nálægðar svæðisins við vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.
Samþykkt.
5. Þríhnúkagígar – staða mála eftir mengunarslys. Lagt fram minnisblað VSÓ dags. 13. maí 2013, skýrsla Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 29. maí 2013, skýrsla Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. maí 2013, skýrsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dag. 21. maí 2013, frásögn af fundi í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 29. maí 2013, bréf Samgöngustofu ódagsett og fundargerð 99. fundar framkvæmdastjórnar um vatnsvernd. Lögð fram eftirfarandi bókun heilbrigðisnefndar vegna Þríhnúka:
Þann 8. maí sl. varð alvarlegt mengunarslys í Bláfjöllum við flutning á olíu með þyrlu að Þríhnúka. Þar sem að þessum flutningum hefur verið haldið áfram óskar heilbrigðisnefnd Reykjavíkur eftir upplýsingum um hvernig öryggi grunnvatns verði tryggt við flutninga að Þríhnúkum. Einnig óskar heilbrigðisnefnd Reykjavíkur eftir upplýsingum um hvernig tekið hafi verið í hugmyndir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að visthæfari lausn á orkuflutningum að Þríhnúkagíg sbr. bókun nefnarinnar þann 24. júní sl. Heilbrigðinefnd Reykjavíkur óskar eftir að samráð heilbrigðisnefnda um ákvarðanir og vatnsvernd á vatnsverndarsvæðinu séu virkar. 6. Heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 27. maí 2013 og drög að umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi kom á fundinn og kynnti.
7. Starfsdagur heilbrigðisnefndar. Lagt til að starfsdagur verði haldinn 24. september nk.
8. Gististaðir í heimahúsum. Kynning á átaksverkefni. Frestað.
9. Hundagerði við Hofsvallagötu. Lögð fram bókun umhverfis- og skipulagsráðs dags. 12, júlí 2013:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að beina því til heilbrigðisnefndar að leyfa lausagöngu hunda á túninu umhverfis sundlaug Vesturbæjar í tilraunaskyni í eitt ár.
Frestað.
10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 20. ágúst 2013.
11. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi dags. 20. ágúst 2013.
12. Fyrirspurn Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Íbúar í Úlfarsárdal hafa miklar áhyggjur af ástandi skólahúsnæðis í lausum kennslustofum í Dalskóla þar sem ekki var búið að sinna eðlilegu viðhaldi fyrir skólabyrjun og telja húsnæðið varla boðlegt fyrir börn og starfsfólk. Því er óskað upplýsinga um hvenær heilbrigðiseftirlitið kom síðast í reglubundna heimsókn og jafnframt óskað eftir því að heilbrigðiseftirlitið bregðist strax við og geri nánari úttekt á því hvort húsnæðið standist heilbrigðiskröfur enda sýnir reynslan að slæmt ástand húsnæðis getur verið skaðlegt heilsu barna og starfsfólks.
Ólafur Jónsson vék af fundi undir þessum dagskrálið kl. 15:35.
Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum.
Fundi slitið kl. 15:42
Kristín Soffía Jónsdóttir
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson
Sigurður Eggertsson Marta Guðjónsdóttir
Diljá Ámundadóttir.
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd-2708.pdf