No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2013, þriðjudaginn 25. júní nk. kl. 13:00 var haldinn 65. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Lykkju, 3. hæð, vestur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir, Sigurður Eggertsson og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Vatnsmýri – kortlagning útrása. Kristín Lóa Ólafsdottir og Þröstur Víðisson kynntu.
Ólafur Jónsson kom á fundinn kl. 13.05 undir dagskrárlið nr. 1.
Heilbrigðisnefnd samþykkti svohljóðandi bókun: Heilbrigðisnefnd þakkar kærlega góða vinnu í kortlagningu útrása í Vatnsmýrinni og felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að ljúka megi verkefninu á þessu ári.
2. Samantektarskýrsla um fráveitumál í Reykjavík vorið 2013 Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti skýrsluna og lagði hana fram.
3. Búr utan um nýja færanlega loftgæðastöð. Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti hönnun.
4. Heiðmerkurvegur - endurbætur Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagsráðs dag. 6. júní 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 24. júní 2013. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
5. Gámaþjónustan hf. Umsókn um starfsleyfi sbr. bréf fyrirtækisins dags. 17. apríl s.l. Nefndin samþykkti að vísa erindinu til meðferðar heilbrigðiseftirlitsins og til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs auk hverfaráða. Fulltrúi Vinstri grænna, Garðar Mýrdal, lagði fram svohljóðandi bókun: Varðandi þær undanþágur til söfnunar á flokkuðum heimilisúrgangi sem um er fjallað í 1.gr.í texta samþykktar um meðferð úrgangs í Reykjavík frá í ágúst 2012 skal það áréttað að aðkoma einkaaðila að sorphirðu er til þess fallin að auka umferð losunarfarartækja um götur borgarinnar, hún dregur úr hagkvæmni opinbers reksturs á sorphirðu, öryggi í þessum mikilvæga málaflokki og getur hamlað þeirri æskilegu uppbyggingu sem mikilvægt er að verði á vegum opinberra rekstrareininga borgarinnar.
Fulltrúi atvinnulífsins, Ólafur Jónsson, lagði fram svohljóðandi bókun:
Gámaþjónustan hefur verið leiðandi aðili í söfnun og endurvinnslu úrgangs á höfuðborgarsvæðinu um áraraðir. Áhuga og frumkvæði Gámaþjónustunnar á söfnun lífræns heimilisúrgangs í Reykjavík til jarðgerðar ber að fagna og lagt er til að nú þegar verði birt starfsleyfisskilyrði fyrir slíka starfsemi. Ef afstaða til erindis Gámaþjónustunnar frá 28. desember 2012 er neikvæð, er nauðsynlegt að heilbrigðisnefnd afgreiði málið frá sér, þannig að ekki verði frekari tafir á málinu og umsækjandi geti haldið áfram með málið, á grundvelli stjórnsýslulaga.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Óðinsdóttir, lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því að aðili í einkageiranum lýsi því yfir að vilja svara þörf borgarbúa fyrir losun lífræns úrgangs á meðan borgin sinnir ekki þeirri þörf. 6. Verslun með efnavörur Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 6. maí 2013.
7. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 25. júní 2013.
8. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi dags. 25. júní 2013.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.40
Kristín Soffía Jónsdóttir
Sigurður Eggertsson Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson Ingibjörg Óðinsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd-2506.pdf