No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2013, þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 13:00 var haldinn 64. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Marta Guðjónsdóttir og Garðar Mýrdal. Jafnframt sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Mengunarslys í Bláfjöllum. Árný Sigurðardóttir kynnti.
Ólafur Jónsson kom á fundinn kl. 13.10. 2. Mengun í Kópavogslæk. Rósa Magnúsdóttir kynnti.
Diljá Ámundadóttir kom á fundinn kl. 13.30
3. Samþykkt um heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Lögð fram drög til samþykktar. Nefndin samþykkti drögin einróma.
4. Gámaþjónustan hf. Lögð fram bréf Gámaþjónustunnar dags. 17. apríl 2013 og 2. maí 2013.
Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 14.50 Björn Gíslason kom á fundinn kl. 14.52
Drög að svörum nefndarinnar voru kynnt og samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Hjjördísar S. Ingimundardóttur og Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar S. Jónsdóttur, fulltúa Vinstri grænna Garðars Mýrdal og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Björns Gíslasonar gegn 1atkvæði fulltrúa atvinnulífsins Ólafs Jónssonar.
5. Heiðmörk – lokanir vega. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. apríl 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. apríl 2013 til kynningar.
6. Raki og mygla í húsnæði. Björn Marteinsson kom á fundinn og kynnti.
7. Starfsleyfi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir lagningu vatnslagnar vegna virkjunar kaldavatnsborholu, VK-2, í Vatnsendakrika Heiðmörk. Lögð fram sértæk starfsleyfisskilyrði dags. 23. apríl 2013.
8. Aflétting leigubanns af Bergstaðastræti 66. Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. apríl 2013. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur afléttir kvöð 411-L-26261 á kjallara hússins nr. 66 við Bergstaðastræti í Reykjavík eftir skoðun heilbrigðifulltrúa á húseign.
Björn Gíslason vék af fundi kl. 14.50
9. Eldishús loðdýra. Lögð fram drög að reglugerð og umsögn Heilbrigðiseftirlitis Reykjavíkur dags. 15. maí 2013.
10. Hreint loft, betri heilsa. Lögð fram skýrsla dags. apríl 2013.
11. Sundlaugar í Reykjavík – framtíðarsýn. Lögð fram skýrsla „Laugarnar í Reykjavík – framtíðarsýn til 20 ára, bréf umhverfis- og skipulagsráðs dags. 25. mars 2013 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. apríl 2013.
12. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi. Lagður fram listi dags. 14. maí 2013.
13. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi dags. 14. maí 2013.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 14.55
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís S. Ingimundardóttir Diljá Ámundadóttir
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd-2105.pdf