No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2013, þriðjudaginn 9. apríl nk. kl. 13.10 var 63. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur haldinn í fundarsal Hjarðarnesi, 3. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Garðar Mýrdal, Marta Guðjónsdóttir og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Magnea Karlsdóttir og Gunnar Hersveinn, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Leikskólar – niðurstöður eftirlits 2012. Magnea Karlsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.
2. Úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis – Lýsi hf.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. september 2012 og úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dags. 18. mars 2013.
Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri kynnti.
3. Innkallanir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á matvælum.
Kynningu frestað.
4. Úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis – heimaslátrun.
Lagður fram úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dags. 20. mars 2013 og bréf Matvælastofnunar dags. 21. mars 2013.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lagði fram eftirfrandi bókun vegna úrskurða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þann 20. mars 2013, tilvísunarnr. ANR 12110043 og ANR12110103, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um haldlagningu á lambskrokkum:
Heilbrigðisnefnd Reykavíkur tekur heilshugar undir ósk forstjóra Matvælastofnunar í bréfi til ráðuneytisins, dags. 21.mars sl. um breytingar á lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir og að skipaður verði starfshópur sem hefði það hlutverk að bregðast við þeirri stöðu sem nú er komin upp og leggja fram drög að lagabreytingu til að tryggja að ekki sé hægt að fara á svig við markmið laga nr. 96/1997 og 93/1995 .“
Bókunin var samþykkt með öllum atkvæðum.
5. Samþykkt um heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar.
Frestað.
6. Gámaþjónustan ehf - starfsleyfi.
Lagt fram bréf Gámaþjónustunnar dags. 11. mars 2013.
Heilbrigðisnefnd lagði fram svarbréf við bréfi Gámaþjónustunnar. Garðar Mýrdal, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar grænt framboð, sat hjá við afgreiðslu málsins og vísaði til fyrri bókana um sorphirðumál.
7. Sundlaugar í Reykjavík - framtíðarsýn.
Lögð fram skýrsla „Laugarnar í Reykjavík – framtíðarsýn til 20 ára“ og bréf umhverfis- og skipulagsráðs dags. 25. mars 2013.
8. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 9. apríl 2013.
9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 9. apríl 2013.
Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum.
Fundi slitið kl. 14.55
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Einar Örn Benediktsson
Marta Guðjónsdóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd-0904.pdf