Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 61

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2013, þriðjudaginn 12. febrúar nk. kl. 13.00 var haldinn 61. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Garðar Mýrdal, Sigurður Eggertsson, Marta Guðjónsdóttir og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kosning fulltrúa í heilbrigðisnefnd.

Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 17. janúar 2013.

2. Vöktun strandsjávar 2012.

Kynning. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúikom á fundinn og kynnti.

3. Fráveita – átaksverkefni.

Kynning. Þröstur I. Víðisson kom á fundinn og kynnti.

4. Hænsnahald – drög að heilbrigðissamþykkt.

Lagðar fram umsagnir og tillaga að heilbrigðissamþykkt.

Fulltrúi sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Vinstri Grænna Garðar Mýrdal lögðu fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Vg og D lista leggja til að drög að samþykkt um hænsnahald í Reykjavík verði send til umsagnar hverfisráða borgarinnar.“

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa Vinstri Grænna Garðars Mýrdals, fulltrúa atvinnulífsins, Ólafs Jónssonar og fulltrúa Besta flokksins, Sigurðar Eggertssonar gegn 2 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjördísar Sjafnar Ingimundardóttur.

- Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 13.53.

Fulltrúar Samfylkingar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir lögðu fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Besta flokks vekja athygli á því að það er ekki undir heilbrigðisnefnd að ákveða það hvort að hænsnahald verði leyft í hverfum borgarinnar. Af þeim sökum er ekki fallist á að vísa drögum að heilbrigðissamþykkt vegna hænsnahald til hverfisráða úr Heilbrigðisnefnd. Réttara væri að slíkt yrði skoðað í tengslum við gerð nýs Aðalskipulags og af skipulagsráði.

5. Fráveitur – drög að heilbrigðissamþykkt.

Lagðar fram umsagnir, sem borist hafa og tillaga að heilbrigðissamþykkt lögð fram.

Rósa Magnúsdóttir kynnti. Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi kom á fundinn.

6. Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi. Endurskoðun á eldri skilyrðum.

Lögð fram tillaga að almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri heilbrigðiseftirliti, kynnti tillöguna.

Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Besta flokksins, Sigurðar Eggertssonar og fulltrúa Vinstri grænna, Garðars Mýrdal gegn atkvæði fulltrúa atvinnulífsins, Ólafs Jónssonar.

7. Starfsleyfi móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi.

Tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum lögð fram til samþykktar. r

Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti tillöguna.

Tillagan var samþykkt einróma.

8. Starfsleyfi HB Grandi ehf.

Tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum lögð fram til samþykktar.

Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn og kynnti tillöguna.

Tillagan var samþykkt einróma.

9. Heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. janúar 2013.

10. Fundargerð Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.

Lögð fram fundargerð 98. fundar dags. 30. janúar 2013.

11. Ársskýrsla meindýravarna Reykjavíkurborgar.

Lögð fram ársskýrsla 2012.

12. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.

Lagður fram listi dags. 12. febrúar 2013.

13. Samþykkt hundaleyfi.

Lagður fram listi dags. 12. febrúar 2013.

Fundargerðin var lesin upp og undirrituð á fundinum.

Fundi slitið kl. 15.00

Kristín Soffía Jónsdóttir

Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir  Sigurður Eggertsson

Garðar Mýrdal  Ólafur Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 1202(4).pdf