No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Fundargerð heilbrigðisnefndar
Ár 2013, fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 10.00 var haldinn 60. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Garðar Mýrdal, Diljá Ámundadóttir, Óskar Ö. Guðbrandsson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Loftgæði í Reykjavík 2012 og um áramót.
Anna Rósa Boðvarsdóttir kom á fundinn og kynnti.
2. Gisting í heimahúsum.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. september 2012, bréf Innanríkisráðuneytis dags. 8. október 2012, álit kærunefndar húsamála dags. 21. desember 2012 og álit dags. 3. maí 2010. Svohljóðandi bókun nefndarinnar var samþykkt einróma:
Vísað er til leiðbeininga innanríkisráðuneytisins frá 8. október 2012 um hlutverk heilbrigðisnefnda er varðar að framfylgja fjöleignahúsalögum og ákvæðum þeirra um hagnýtingu sameignar.. Þar af leiðandi er það ekki á verksviði nefndarinnar að áhrif á staðsetningu einstakra gististaða í borginni eða þess, hvort tilskilið samþykki eigenda liggi fyrir hverju sinni.
3. Nettó Þönglabakka – úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. nóvember 2012 og úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dags. 20. desember 2012. Svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingar og Besta flokksins var lögð fram:
Niðurstaða úrskurðar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi niðurfellingu áminningar á hendur Nettó, Þönglabakka kemur heilbrigðisnefnd á óvart. Nefndin telur að með úrskurðinum verði áminning ekki fær leið sem þvingunarúrræði og í andstöðu við það verklag sem viðgengist hefur og er í samræmi við túlkun Umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Úrskurðurinn dregur jafnframt úr úrræðum nefndarinnar til að sinna neytendavernd, svo sem krafist er. Nefndin mun í kjölfarið fara fram á leiðbeiningar beggja fagráðuneyta um beitingu áminninga sem þvingunarúrræðis.“ Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi atvinnulífsins sátu hjá.
4. Fyrirspurn um heimildir í starfsleyfi til sorphirðu.
Lagt fram bréf Gámaþjónustunnar hf. dags. 28. desember 2012.
5. Þríhnúkar – álit Skipulagsstofnunar.
http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/922/20120….
Svohljóðandi bókun nefndarinar var samþykkt einróma:
Heillbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir það sem fram kemur í fyrirliggjandi áliti Skipulagsstofnunar,að setja þurfi sem skilyrði fyrir leyfisveitingu varðand framkvæmdir á Þríhnúkasvæðinu, að fyrir liggi niðurstöður í heildar endurskoðun vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt hvetur Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur til að skipulagðar verði umhverfisvænar samgöngur á Bláfjalla- og þríhnúkasvæðinu.
6. Heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram verklýsing dags. desember 2012.
7. Fundartímar heilbrigðisnefndar.
Samþykkt var að fundir nefndarinnar verði framvegis 2. þriðjudag hvers mánaðar.
8. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 10. janúar 2013.
9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 10. janúar 2013.
Fundi slitið kl. 11.56.
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Garðar Mýrdal
Diljá Ámundadóttir Óskar Ö. Guðbrandsson
Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 1001.pdf