No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Fundargerð
Ár 2012, fimmtudaginn 6. desember nk. kl. 10.00 var haldinn 59. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Sigurður Eggertsson, Marta Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Kristín L. Ólafsdóttir, Anna R. Böðvarsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Hávaðakortlagning í Reykjavík.
Kynning. Kristinn J. Eysteinsson, samgönguskrifstofu, kom á fundinn.
2. Frumvarp til laga um búfjárhald.
Lagt fram þingskjal 315, 282. mál sjá http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=282 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. nóvember 2012. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
3. Frumvarp til laga um velferð dýra.
Lagt fram þingskjal 316, 283. mál sjá http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=283 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. nóvember 2012. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Sjá http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=287
Árný Sigurðardóttir kynnti meginefni breytinganna og þær athugasemdir, sem gerðar verða í umsögn um frumvarpið.
5. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð til kynningarfram fundargerð nr. 96.
6. Næsti fundur heilbrigðisnefndar.
Lagt er til að næsti fundur nefndarinnar verði 10. janúar n.k.
7. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 6. desember 2012.
8. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 6. desember 2012.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.20
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Sigurður Eggertsson
Marta Guðjónsdóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson.