Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 58

Heilbrigðisnefnd

Fundargerð heilbrigðisnefndar
Ár 2012, fimmtudaginn 1. nóvember nk. kl. 10.00 var haldinn 58. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Sigurður Eggertsson, Marta Guðjónsdóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hundaeftirlit. Gjaldskráin var samþykkt einróma.

2. Hreinsun lóðar á kostnað eiganda – Túngata 31.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. október 2012 með tillögu um hreinsun lóðarinnar að Túngötu 31 á kostnað eiganda. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.
Tillagan var samþykkt einróma.

3. Úrskurðir um hundahald.
Lagðir fram til kynningar úrskurðir Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál nr. 46/2012 og 51/2012.
Ólafur Jónsson kom á fundinn kl. 11.14
4. Frumvarp til efnalaga.
Lagt fram lagafrumvarp sjá http://www.althingi.is/altext/141/s/0088.html og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. október 2012.
Nefndin samþykkti samhljóða svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn HER um frumvarp til efnalaga dags. 16.október 2012. Heilbrigðisnefndin kallar eftir nánari stefnumörkun varðandi skipulag eftirlits skv. efnalögum. Ekki verður séð að skipulag þessa eftirlits batni, verði hagkvæmara eða að öryggi aukist verði frumvarp það sem hér er til umsagnar óbreytt að lögum.
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins sat hjá.

5. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. nóvember 2012.

6. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. nóvember 2012.

Fundi slitið kl. 11.18.
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Sigurður Eggertsson
Marta Guðjónsdóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson