Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 57

Heilbrigðisnefnd

Fundargerð
Ár 2012, þriðjudaginn 16. október nk. kl. 10.30 var haldinn 57. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Marta Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Kristín L. Ólafsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Hávaðakortlagning í Reykjavík.
Kristinn J. Eysteinsson, samgönguskrifstofu, kom á fundinn og kynnti nýgerða hávaðakortlagningu í borginni, sem unnin er í samvinnu við Vegagerð ríkisins.

2. Gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðseftirlit í Reykjavík.
Gjaldskráin var samþykkt einróma.
Páll Hjaltason kom á fundinn kl. 11.07
3. Gjaldskrá meindýravarna Reykjavíkur.
Lögð fram gjaldskrárdrög og bréf skrifstofustjóra Neyslu og úrgangs dags. 12. október 2012.
Gjaldskráin var samþykkt einróma.

4. Fráveitusamþykkt fyrir Reykjavík.
Lögð fram drög að nýrri fráveitusamþykkt fyrir Reykjavík. Rósa Magnúsdóttir kynnti drögin.
Samþykkt var að halda áfram vinnslu samþykktarinnar og setja hana í umsagnarferli.

5. Búfjárhald í þéttbýli.
Lögð fram drög að heilbrigðissamþykkt um hænsahald í borginni. Rósa Magnúsdóttir kynnti drögin.
Samþykkt var að halda áfram vinnslu samþykktarinnar og setja hana í umsagnarferli.

6. Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut – deiliskipulag.
Deiliskipulagstillaga sjá http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-736/1268_read-32200 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. september 2012. Kristín l. Ólafsdóttir kynni umsögnina.
Nefndin samþykkti svohljóðandi bókun: „Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir umsögn HER og áréttar að mikilvægt sé að gripið verði til nauðsynlegra og mögulegra mótvægisaðferða til að koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum á Landspítalalóð.
Nauðsynlegt er að tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem komið hafa fram, svo sem áhrif slits af vegum á loftgæði. Skoða skal alla möguleika á að bæta hljóðvist á svæðinu.
Lausnir í deiliskipulagi verða að tryggja gæði á grunnvatns á svæðinu.“

7. Þríhnúkagígar – frummatsskýrsla.
Lögð fram frummatsskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. júlí 2012, minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. nóvember 2010, umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. júní 2011, 29. ágúst 2011 og 10. september 2012, Orkuveitu Reykjavíkur dags. 31. ágúst 2012 og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 29. ágúst 2012.
Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.

8. Náttúruvernd – frumvarp til laga.
Lagt fram lagafrumvarp dags. 3. september 2012 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. september 2012. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
Ólafur Jónsson vék af fundi kl. 12.50.
9. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 95. fundar.

10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 16. október 2012.

11. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 16. október 2012.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12.55.

Kristín Soffía Jónsdóttir

Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Marta Guðjónsdóttir
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson