Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 56

Heilbrigðisnefnd

Fundargerð
Ár 2012, fimmtudaginn 6. september kl. 13.00 var haldinn 56. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2013.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri, fór yfir áætlunina og kynnti hana og svaraði fyrirspurnum.
Lögð var fram svohljóðandi bókun:
„ Jafnframt því að samþykkja fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2013 einróma, vill nefndin sérstaklega fagna þeim fjármunum, sem veittir eru til vatnsverndarmála og loftgæðaeftirlits“.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13.40

Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Sigurður Eggertsson
Garðar Mýrdal