No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Fundargerð
Ár 2012, fimmtudaginn 6. september kl. 10.00 var haldinn 55. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Marta Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ráðningar heilbrigðisfulltrúa.
Framkvæmdastjóri kynnti ráðningar nýrra heilbrigðisfulltrúa: Erna Svanhvít Sveinsdóttir, Ingibjörn Guðjónsson, Svava Ingimarsdóttir hafa öll verið ráðin til fastra starfa. Nefndin gerði ekki athugasemdir við ráðningarnar.
2. Hringrás - Klettagörðum, áhættumat.
Kynning og lagt fram áhættumat á gúmmídekkjavinnslu Hringrásar í Klettagörðum, unnið af Mannviti fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. júlí 2012 og bréf Faxaflóahafna dags. 24. ágúst 2012. Jón Viðar Jónsson, slökkviliðsstjóri ásamt Guðna I. Pálssyni og Óskari Þorsteinssyni frá Mannviti, komu á fundinn og kynntu matið.
3. Loftgæði við Hringbraut.
Kynning. Anna Rósa Böðvarsdóttir kom á fundinn og kynnti niðurstöður mælinga á loftgæðum við Hringbraut.
4. Kanínur í Reykjavík - talning.
Lagt fram minnisblað Verkís dags. 8. maí 2012. Frestað.
5. Afturköllun leyfis til hundahalds – Gnoðarvogur 66.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. október 2012, 26. janúar 2011 og 15. ágúst 2012. Nefndin samþykkti afturköllun leyfist til hundahalds að Gnoðarvoti 66.
6. Höfnun umsóknar um leyfis til hundahalds – Meistaravellir 7.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. september 2012.
Nefndin samþykkti að synja umsókn um leyfi til hundahalds að Meistaravöllum 7.
7. Undanþágubeiðni skv. 19. gr. hollustuháttareglugerðar um að halda hund á læknastöð.
Lögð fram bréf Árna T. Ragnarssonar dags. 25. nóvember 2011, Bréf Læknastöðvar Vesturbæjar dags. 19. desember 2011 og ódags. bréf, móttekið 16. júlí 2012, bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 5. janúar 2012, 27. apríl 2012, bréf Umhverfisstofnunar dags. 15. ágúst 2012.
Nefndin samþykkti synjun á undanþágubeiðni skv. 19. gr. hollustuháttareglugerðar um að halda hund á Læknastöð Vesturbæjar.
8. Starfsleyfi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. - Úrskurður umhverfisráðherra.
Lagt fram álit borgarlögmanns og það rætt.
9. Frjókornamælingar.
Lögð fram samantekt Náttúrufræðistofnunar.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram svohljóðandi bókun: „Það er athyglisvert að sjaldan eða aldrei hefur frjókornamagn mælst eins mikið í andrúmsloftinu í Reykjavík en síðastliðin tvö ár. Það vekur því furðu að á sama tíma hefur verið dregið verulega úr grasslætti í borgarlandinu í stað þess að auka hann. Það er lágmarkskrafa að sá meirihluti, sem hér er við völd, standi undir því einfalda verkefni að láta slá græn svæði í borginni og halda illgresi í skefjum. Það á að vera sjálfsögð skylda borgarinnar að fylgjast með og gera viðeigandi ráðstafanir þegar frjókornamagn fer yfir viðmiðunarmörk, svo það komi ekki niður á lífsgæðum og heilsu borgarbúa.“
Fulltrúar Samfylgingar og Besta flokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
„Fulltrúar Sambest benda á að grasfrjó í andrúmslofti í Reykjavík hafa verið undir meðaltali seinustu tvö ár. Fulltrúar Sambest taka undir að nauðsynlegt sé að skipuleggja grasslátt og umhirðu í borgarlandinu á þann hátt að loftgæði séu með besta móti. Fulltrúar Sambest taka einnig fram að ekki hefur verið dregið úr slætti seinustu tvö ár.#GLFulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun: „Hvatt er til þess að við skipulag á grasslætti á vegum borgarinnar sé miðað við að magn frjókorna í lofti verði sem minnst.“
Sigurður Eggertsson vék af fundi kl. 12.08
10. Tillaga um hljóðvist við Rauðagerði og Ásenda.
Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúi Sjálfstæðisflokks: „Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í heilbrigðisnefnd leggur til að hafist verði handa sem allra fyrst við að bæta hljóðvist við Rauðagerði og Ásenda í samræmi við samþykkt framkvæmdaráðs frá árinu 2007.“ Tillögunni fylgdi greinargerð.
Nefndin samþykkti að vísa tillögunni til borgarráðs.
11. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 6. september 2012.
12. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 6. september 2012.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.17
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Marta Guðjónsdóttir
Garðar Mýrdal Ólafur Jónsson