Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 53

Heilbrigðisnefnd

Fundargerð heilbrigðisnefndar
Ár 2012, fimmtudaginn 2. ágúst nk. kl. 10.00 var haldinn 53. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi, 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Garðar Mýrdal, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir og Marta Guðjónsdóttir. Enn fremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir, Jón Ragnar Gunnarsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Hreinsun lóðar á kostnað eiganda.
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. júlí 2012. Nefndin samþykkti heimild til hreinsunar lóðar að Dugguvogi 7 á kostnað eiganda.

2. Starfsleyfi Ölgerðar Egils Skallagrímssonar ehf.
Lagður fram úrskurður Umhverfisráðuneytisins dags. 17. júlí 2012.

3. Landsáætlun um úrgang.
Lögð fram drög að landsáætlun um úrgang dags. júní 2012, bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 21. júní 2012 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. júlí 2012. Ólöf Vilbergsdóttir kom á fundinn og kynnti umsögnina. Nefndin gerði ekki athugasemdir við umsögnina.
Ólafur Jónsson kom á fundinn kl. 10.40.
4. Verklagsreglur Byggingarfulltrúa v. íbúðagistinga.
Kynning. Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Skipulags- og byggingarsviðs kom á fundinn og kynnti reglurnar.

5. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.
Tillaga að breytingu á núgildandi samþykkt var lögð fram. Frestað.

6. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. ágúst 2012.

7. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. ágúst 2012.

8. Fyrirspurn.
Fulltrúi D-lista lagði fram svohljóðandi fyrirspurn: „Fulltrúi Sjálfstæðismanna óskar eftir upplýsingum um mælingar á frjókornamagni í sumar í borginni og samanburði s.l. tveggja ára. Jafnframt er óskað skýringa á því að umræða um þetta mál hefur ekki verið sett á dagskrá nefndarinnar þrátt fyrir ítrekaðar óskir fulltrúa Sjálfstæðismanna í nefndinni.“
Formaður lagði fram svohljóðandi svar: „Heilbrigðisnefnd hefur frá síðasta fundi, óskað eftir upplýsingunum frá Náttúrufræðistofnun. Þær upplýsingar hafa ekki borist nefndinni, en verða lagðar fram á fyrsta fundi eftir að þær berast.“
Fulltrúi D-lista lagði fram svohljóðandi bókun: „Aukið frjókornamagn í andrúmsloftinu veldur mörgum borgarbúum verulegum óþægindum og því einkennilegt að heilbrigðisnefnd skuli ekki taka málið fyrir og reyna að leggja fram tillögur til úrbóta.“

9. Aukafundur nefndarinnar.
Samþykkt var að boða aukafund nefndarinnar 9. ágúst n.k. kl. 10.00.
Fundi slitið kl. 11.55.