Heilbrigðisnefnd - fundur nr. 51

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2012, fimmtudaginn 24. maí nk. kl. 10.05 var haldinn 51. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Garðar Mýrdal, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Örn Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Trampólín - öryggi og ónæði. Munnleg fyrirspurn frá fulltrúa D-lista lögð fram.
Rósa Magnúsdóttir kynnti.

Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar eftir því að þessu máli verði vísað til skipulagsráðs til skoðunar á því hvort ástæða sé til að móta reglur um staðsetningu leiktækja sem eru umfangsmikil og fara yfir vissa hæð.

2. Búfjárhald í Reykjavík. Rætt um búfjárhald í Reykjavík.
Frestað.

Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks gerir alvarlegar athugasemdir við fundargerð þessa fundar þar sem þess er sérstaklega gætt að ekki komi fram að drög að reglum um hænsnahald voru ræddar og lagðar fram sem minnisblað á fundinum. Slík vinnubrögð eru í andstöðu við opna lýðræðislega stjórnsýslu.

Fulltrúar Æ og S lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Þann 27. janúar 2012 barst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrirspurn frá skipulagssviði um hænsnahald en þeim hafði borist tillaga um rýmkun á reglum frá lýðræðisvefnum Betri Reykjavík. Í kjölfarið var ákveðið að skoða hvernig hænsnahaldi er háttað í bæjum og borgum í Danmörku, samantekt á þeim reglum var svo kynnt fyrir Heilbrigðisnefnd. Samantektin var tekin inn á fund til frumskoðunar og umræðu og engar ákvarðanir teknar um hvort standi til að innleiða slíkar reglur í Reykjavík og svari við fyrirspurninni frestað. Fulltrúar Sambest hafna því algerlega að vinnubrögð við fundargerð hafi verið ólýðræðisleg enda mun verða kallað eftir umræðu og mál kynnt almenningi þegar og ef slíkar reglur yrðu mótaðar. Engin ákvörðun liggur fyrir um slíkt á þessu stigi.

3. Beiðni um undanþágu varðandi heimsóknir hunda sbr. 19. grein í reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.
Lagt fram bréf D-15 á Kleppi dags. 18. maí 2012. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir beiðni Aðalsteins Baldurssonar hjúkrunarfræðings dags.18. maí s.l. um undanþágu 30 -60 mínútna heimsóknir hunda ásamt eiganda á Deild D15 á Kleppi með fyrirvara um að valdi heimsóknirnar ónæði eða óþægindum hjá vistfólki verði þeim hætt. Sett er skilyrði um að farið verði eftir þeim reglum sem tilgreindar eru í erindinu. Heilbrigðiseftirlitið mun setja strangari reglur um heimsóknirnar, ef það telst nauðsynlegt í ljósi reynslunnar.

4. Frumvörp til lagabreytinga; Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, raflínur í jörð og mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram bréf Iðnaðarráðuneytisins dags. 23. mars 2012. Lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 5. maí 2012, 9. maí 2012 og 13. maí 2012.
Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.

5. Ársuppgjör Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Örn Sigurðsson kynnti.

6. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 24. maí 2012.

7. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 24. maí 2012

Fundi slitið kl. 11.40

Kristín Soffía Jónsdóttir
Sigurður Eggertsson Hjördís Sjafnar Ingimarsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Ólafur Jónsson
Garðar Mýrdal