Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 50

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2012, fimmtudaginn 12. apríl kl. 10.15 var 50. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur haldinn í fundarsal Hofi 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Páll Hjaltason og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Örn Sigurðsson, Óskar Í. Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Ólöf Vilbergsdóttir, Magnea Karlsdóttir, Jón Ragnar Gunnarsson og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Nettó Þönglabakka 1 – áminning.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. apríl 2012.
Jón Ragnar Gunnarsson kynnti.

Kl.10.17 tók Páll Hjaltason sæti á fundinum

2. Trampólín öryggi og ónæði.
Munnleg fyrirspurn frá fulltrúa D-lista.
Frestað.

3. Opin leiksvæði – niðurstöður eftirlits.
Magnea Karlsdóttir kynnti.

Kl. 10.27 tók Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

4. Vesturberg 195 – leigubann.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavík dags 20. mars 2012.
Heilbrigðisnefnd samþykkti eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. apríl 2012 um að þinglýsa leigubanni á húsnæði að Vesturbergi 195 þar sem það stenst ekki kröfur til íbúðarhúsnæðis skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.

5. Frumvörp til lagabreytinga; mengunarvarnir hafs og stranda, efni og meðhöndlun úrgangs.
Lögð fram lagafrumvörp um meðhöndlun úrgangs dags. 2. mars 2012, um efnalög dags. 20. febrúar 2012 og um varnir gegn mengun hafs og stranda þingskjal 451, 375. mál, umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. mars 2012, Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. mars 2012, umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 8. mars. 2012 og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. mars 2012, 6. mars 2012 og 16. mars 2012.
Árný Sigurðardóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir kynntu.
Eftirfarandi bókun var samþykkt með fjórum atkvæðum. Ólafur Jónsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir athugasemdir sem fram koma í umsögnum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi lagafrumvörp um efni, meðhöndlun úrgangs og varnir gegn mengun hafs og stranda. Heilbrigðisnefnd vill árétta sérstaklega þá gagnrýni sem fram kemur varðandi flutning verkefna frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til ríkisins. Flutningur verkefna er fyrirhugaður í trássi við marg yfirlýstan áhuga heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að fá verkefni framseld frá bæði Umhverfisstofnun sem og Matvælastofnun þar sem það gæti reynst hagkvæmt og skilvirkt, auk þess sem það er yfirlýstur vilji ríkisstjórnarinnar að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd lítur það alvarlegum augum ef slíkar breytingar sem t.d. lagafrumvarp um efni boðar, nái fram að ganga án þess að á nokkurn hátt sé rannsakað og lagðar fram upplýsingar hvað slíkar breytingar hafi í för með sér varðandi almannaheill og öryggi, kostnað atvinnulífsins og skattgreiðenda og skilvirkni eftirlits. Heilbrigðisnefnd telur mikla hættu á að heilbrigðiseftirlit verði gjaldfellt og gagnrýnir að ekki sé frekar lögð áhersla á að Umhverfisstofnun og Matvælastofnun sinni leiðbeiningar- og eftirlitshlutverki sínu með heilbrigðiseftirliti og hins vegar stuðli að eflingu heilbrigðiseftirlits í landinu. Alvarlegt er einnig að verið sé að vinna að stórfelldum breytingum á skipulagi heilbrigðiseftirlits og eftirlits í landinu án þess að um opið breytingarferli sé að ræða. Hér er m.a. átt við að verið sé að taka verkefni frá heilbrigðisnefndum án samráðs og rökstuðnings auk þess flókna og umfangsmikla eftirlitskerfis sem ríkið er að byggja upp hjá sér, afturfarar hvað varðar starfsleyfisskyldu fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.

6. Fannafold 176.
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir dags. 12. mars 2012 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. ágúst 2011.
Heilbrigðisnefnd samþykkti eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ítrekar fyrri samþykkt sína um að afturkalla leyfi Rakelar Jónsdóttur til að halda hund, skráningarnúmer 4505 að Fannafold 176 .

7. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 12. apríl 2012.

8. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 12. apríl 2012

Fundi slitið kl. 12.12

Kristín Soffía Jónsdóttir

Sigurður Eggertsson Páll Hjaltason
Marta Guðjónsdóttir Ólafur Jónsson
Sigurbjörg Gísladóttir