No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2008, 4. júní kl. 10:07 var settur 5. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsalnum Rauðuvör að Borgartúni 10-12, 3. hæð. Fundinn sátu Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Hermann Valsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Ólafur Jónsson, Egill Örn Jóhannesson. Einnig voru á fundinum starfsmenn Umhverfissviðs: Árný Sigurðardóttir, Anna Rósa Böðvarsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Svava S. Steinarsdóttir, Ólöf Vilbergsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Örn Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Eygerður Margrétardóttir og Gunnar Hersveinn sem ritar fundargerð. Frá Mannviti: Brynjólfur Björnsson, Jóhanna B. Weisshappel. Lilja Grétarsdóttir Skipulags- og byggingasviði, Guðjón Atli Nýsköpunarmiðstöð. Ragnar Sær Ragnarsson stjórnar fundi.
Þetta gerðist:
1. Hólmsheiði – deiliskipulag.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 22. maí 2008.
Lilja Grétarsdóttir kynnti.
2. Settjarnir við Suðurlandsveg.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 22. maí 2008.
Sigurður I. Skarphéðinsson O.R. kynnti
Egill Örn Jóhannesson kemur á fundinn 10:28 og tekur við fundarstjórn af Ragnari.
Brynjólfur Björnsson, Jóhanna B. Weisshappel, Lilja Grétarsdóttir og Guðjón Atli, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir fóru af fundi kl. 10:55
3. Breikkun Suðurlandsvegar.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. maí 2008 til kynningar. Rósa Magnúsdóttir kynnti.
4. Áburðardreifing á vatnsverndarsvæðinu
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. maí 2008 til kynningar.
5. Kaffi Stígur – neikvæð umsögn um rekstrarleyfi.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. maí 2008. Árný Sigurðardóttir kynnti. Nefndin tók undir umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.
6. Höfnun hundaleyfis.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2008 til kynningar. Árný Sigurðardóttir kynnti. Nefndin staðfestir synjun hundaleyfis.
7. Perluhvammur.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. apríl 2008 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. maí 2008. Svava S. Steinarsdóttir kynnti. Nefndin tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits.
8. Kirkjugarðar Reykjavíkur
Sértæk starfsleyfisskilyrði til samþykktar. Rósa Magnúsdóttir kynnti. Nefndin samþykkti.
9. Lykkja III.
Tillaga um hreinsun lóðar á kostnað eiganda. Rósa Magnúsdóttir kynnti. Nefndin samþykkti tillögu Heilbrigðiseftirlits.
10. Hellisheiðaræð, flutningsæð hitaveitu frá Hellisheiðarvirkjun.
Sértæk starfsleyfisskilyrði til samþykktar. Árný Sigurðardóttir kynnti. Nefndin samþykkti.
11. Loftgæðaskýrslur.
Anna Rósa Böðvarsdóttir kynnti.
Guðrún Erla Geirsdóttir fór af fundi kl. 11.38.
12. Björgun – fyrirspurn.
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags 8. maí 2008. Árný Sigurðardóttir kynnti.
Ellý Katrín Guðmundsdóttir kom aftur á fundinn kl. 11. 47.
13. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um samþykkt hundaleyfi dagsett 4. júní 2008.
14. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Fundi slitið kl. 11.53
Egill Örn Jóhannesson
Ragnar Sær Ragnarsson Sigríður Ragna Sigurðardóttir
Ólafur Jónsson