No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2012, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 10:42 var haldinn 48. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal, Páll Hjaltason, Sigurður Eggertsson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Ingibjörg H. Elíasdóttir, Gunnar Kristinsson, Anna Rósa Böðvarsdóttir og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Grunnskólar – niðurstöður eftirlits 2011.
Ingibjörg H. Elíasdóttir og Gunnar Kristinsson kynntu.
2. Loftgæði í Reykjavík – vöktun 2011.
Anna Rósa Böðvarsdóttir kynnti.
3. Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar um loftgæði.
Anna Rósa Böðvarsdóttir kynnti endurskoðaða viðbragðsáætlun.
Heilbrigðisnefnd samþykkti endurskoðaða áætlun.
4. Strandsjór í Reykjavík – vöktun 2011.
Kristín Lóa Ólafsdóttir kynnti.
Páll Hjaltason fór af fundi 11.58
5. Heildarendurskoðun vatnsverndar.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. janúar 2012 og 92. fundargerð framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu .
Heilbrigðisnefnd tók undir umsögn Heilbrigðiseftirlits og bókun framkvæmdastjórnar.
6. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu.
Lögð fram eftirfarandi bréf: tölvubréf Matvælastofnunar dags. 14. nóvember 2011, bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2011, bréf Matvælastofnunar dags. 2. desember 2011 og 20. desember 2011.
Óskar Ísfeld Sigurðsson kynnti.
Sigurður Eggertsson fór af fundi kl 12:27
7. Bolaalda – landmótunarstaður.
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 23. janúar 2012 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2012.
Frestað.
8. Hænsnahald – Lambasel 11.
Lögð fram umsagnarbeiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. desember 2012 og umsögn Skipulags- og byggingarsviðs dags. 12. desember 2012 .
Frestað.
9. Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.
Lögð var fram fundargerð dags. 26. janúar 2012.
10. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. febrúar 2012.
11. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 2. febrúar 2012.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:34
Kristín Soffía Jónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson