No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2011, fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 10.40 var haldinn 46. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Marta Guðjónsdóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Ennfremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Anna Rósa Böðvarsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Örn Sigurðsson, Árný Sigurðardóttir og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Markaðir með matvæli.
Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar frá dönskum matvælayfirvöldum.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
2. Þingfrumvörp nr. 61 og 138 – breytingar á matvælalöggjöf.
Lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. nóvember 2011.
Óskar Í. Sigurðsson kynnti.
3. Umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011 – 2022.
Lagt fram til kynningar bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 30. september 2011, drög að tillögu um samgönguáætlun dags. september 2011 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. nóvember 2011 og Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. nóvember 2011 og fundargerð 93. fundar umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Einar Örn Benediktsson, Sigurður Eggertsson og Óskar Örn Guðbrandsson komu á fundinn kl. 11.35.
Marta Guðjónsdóttir fór af fundi kl. 11.35.
Helgi V. Helgason kom á fundinn 11.40 og Óskar Björgvinsson kl. 11.50.
4. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og umhverfisskýrslu verndar og orkunýtingaráætlunar.
Lagt fram til kynningar bréf Borgarstjórans í Reykjavík dags. 26. ágúst 2011, tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða dags. 19. ágúst 2011 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. nóvember 2011 og fundargerð 93. fundar umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Kristín Lóa Ólafsdóttir og Anna Rósa Böðvarsdóttir kynntu.
5. Hundasamþykkt Reykjavíkur.
Lögð fram á ný tillaga að breytingu samþykkt um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002 ásamt greinargerð, umsagnir Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar, Hundaræktarfélags Íslands og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og bréf Persónuverndar dags. 17. ágúst 2011.
Einar Örn Benediktsson kynnti.
Tillaga um breytta samþykkt um hundahald í Reykjavík var samþykkt einróma.
Svohljóðandi bókun var samþykkt einróma:
Tilgangurinn með því að birta skráningu hunda á netinu er að auðvelda fólki að nálgast upplýsingar sem nú eru aðgengilegar í gegnum síma hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Með þessari breytingu verður til aukinn hvati fyrir fólk að skrá sína hunda. Heilbrigðisnefnd leggur ríka áherslu á að aðgengi upplýsinga um skráningu verði þannig úr garði gert að samrýmist lögum um persónuvernd.
6. Fundargerð framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 91. fundar, skýrsla Mannvits um áhættumat vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu dags. 19. september 2011, minnisblað Vatnaskila dags. 26. ágúst 2011 og fundargerð VSÓ Ráðgjafar vegna Þríhnúkaverkefnisins dags 16. nóvember 2011.
Árný Sigurðardóttir kynnti.
Svohljóðandi bókun var samþykkt einróma:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir bókun framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins frá 91. fundi um að forsenda þess að hægt verði að fara út í uppbyggingu, að undangengnum tilheyrandi breytingum á skipulagi og eftir atvikum á samþykkt um vatnsverndarsvæðið, er að fyrir liggi grunnrannsóknir á jarðfræði og vatnafræði svæðisins. Heilbrigðisnefndin vill jafnframt ítreka það sem áður hefur komið fram í bókunum nefndarinnar um framkvæmdir inni á vatnsverndarsvæðinu að þær eigi að skoða heildstætt. Nefndin vill jafnframt vara við fullyrðingum eins og þeim sem fram koma í skýrslu Mannvits um áhættumat vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu þar sem sagt er að engin mengunaróhöpp í Bláfjöllum geti valdið mengun á vatnstökusvæðum höfuðborgarsvæðisins.
7. Fundargerð aðalfundar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar 2011.
8. Hringrás hf.
Lögð fram til kynningar bréf Samtaka iðnaðarins dags. 18. nóvember sl., bréf Hringrásar dags. 19. október 2011 og 3. nóvember 2011.
Rósa Magnúsardóttir kynnti.
Lögð voru fram til kynningar drög að svari við þeim atriðum sem tilgreind voru sérstaklega í bréfi Hringrásar dags. 19. október sl.
9. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. desember 2011.
10. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. desember 2011.
Fundi slitið kl. 13.35
Kristín Soffía Jónsdóttir
Sigurður Eggertsson Ólafur Jónsson
Óskar Örn Guðbrandsson Garðar Mýrdal.