Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 40

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2011, fimmtudaginn 1. september kl. 10.30 var haldinn 40. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. Hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Páll Hjaltason, Karl Sigurðsson, Marta Guðjónsdóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Umhverfisstofnun.
Kristín L. Árnadóttir, forstjóri og Gunnlaug H. Einarsdóttir, sviðstjóri komu á fundinn og kynntu starfsemi UST og ræddu ýmis samskiptamál.

2. Hringrás hf.– staða mála.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. ágúst 2011 og bréf Umhverfisstofnunar dags. 26. ágúst 2011 og farið yfir stöðu málsins.
Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.

3. Hegningarhúsið Skólavörðustíg 9 – staða mála.
Kynnt var staða mála varðandi umsókn um starfsleyfi.

4. Skyndibitastaðir og veitingaverslanir – kröfur til aðstöðu.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 5. febrúar 2010 og 24. september 2010 og bréf Umhverfisstofnunar dags. 5. mars 2010, 20. september 2010 og 14. júlí 2011 til kynningar.

5. Synjun hundaleyfis – Skeggjagata 11.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. og 12. ágúst 2011.
Nefndin staðfesti ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur einróma.

6. Svipting leyfis til hundahalds – Fannafold 68 og Fannafold 176.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. ágúst 2011 og 4. ágúst 2011.
Nefndin staðfesti ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur einróma.

7. Umsagnir – reglugerð um stjórn vatnamála, Þríhnúkagígur-tillaga að matsáætlun, Norðurströnd-framtíðarskipulag og Sogamýri-deiliskipulag.
Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. ágúst 2011, 12. ágúst 2011 og 29. ágúst 2011.
Frestað.

8. Matvælaframleiðsla í heimahúsum.
Lagðar fram leiðbeiningar frá dönskum matvælayfirvöldum til kynningar: sjá http://www.foedevarestyrelsen.dk/Foedevarer/Hygiejne_og_indretning/Side….
Frestað.

9. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. september 2011.

10. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 1. september 2011.

Fundi slitið kl. 12.36

Kristín Soffía Jónsdóttir
Páll Hjaltason Karl Sigurðsson
Marta Guðjónsdóttir Garðar Mýrdal