Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 4

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2008, 30 apríl, kl. 10:00, var haldinn 4. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsalnum Rauðuvör að Borgartúni 10-12, 3. hæð. Fundinn sátu Egill Örn Jóhannesson, Kristján Guðmundsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Gunnar Hersveinn og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Gjaldskrá sorphirðu. Leiðrétting til lækkunar.
Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá ásamt greinargerð.
Guðmundur B. Friðriksson, Umhverfis- og samgöngusviði, kom á fundinn.
Samþykkt einróma.

2. Vesturgata 51. Hreinsun lóðar lokið.
Kynning. Greint frá lokum málsins.

3. Starfsleyfisskilyrði til samþykktar.
a. Reykjavíkurflugvöllur Samþykkt einróma.
b. Svínabúið Brautarholti, Kjalarnesi. Samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúi atvinnulífsins sat hjá.
c. Hólmsheiði landmótun, sértæk skilyrði. Samþykkt einróma.
Svava S. Steinarsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúar, komu á fundinn.

4. Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur lagðar fram til kynningar.
a. Sundagöng.
b. Skipholt 11-13 og Brautarholt 10-14.
c. LTC endurvinnsla sorps.

5. Matvælamál. Ný matvælalöggjöf, kynning.
Lögð fram tillaga að umsögn um löggjöfina.
Umsögnin var samþykkt einróma
ESA-eftirlitsstofnun EFTA, kynning. Vatnssýnataka - beiðni um fækkun sýnatöku, kynning. Eftirlitsverkefni – Krydd, kynning. Könnun á salmonellu og aflatoxini í bökunarkorni o.fl.

6. Skipurit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Kynning á breytingu.

7. Ráðningar heilbrigðisfulltrúa.
Lögð fram tillaga um ráðningu Gísla Gíslasonar, Bergrúnar H Gunnarsdóttur og Ásu Þorkelsdóttur. Lagður fram listi yfir umsækjendur.
Tillagan var samþykkt einróma.

8. Fundargerð framkvæmdastjórnar um vatnsvernd. Lögð fram til kynningar.

9. Beiðni um undanþágu frá hundahaldi á hjúkrunarheimili.
Lagt fram bréf dags. 15. apríl 2008 Hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar og tillaga að samþykki.
Samþykkt einróma.

10. Tóbakslöggjöfin. Staða mála vegna þvingunarúrræða.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21. febrúar 2008 til kynningar.

11. Fyrirspurnir frá síðasta fundi.
Hve langan tíma það tekur mengun sem minnkar um 10#PR við blauthreinsun gatna að fara niður í 0#PR?
Hvort og þá hve mikið sígrænn lággróður bindi mengun? Athugað verði hvort gerðar hafa verið tilraunir erlendis með að setja slíkan gróður á umferðareyjar á milli akkreina sem og meðfram stórum umferðaræðum. Ef slíkt hefur verið gert, þá sækja upplýsingar um hvaða árangri slíkt hefur skilað.
Lagt fram minnisblað.

12. Fyrispurn frá fulltrúa VG í umhverfis- og samgönguráði:
Þeir sem gengið hafa Ægisíðuna í vetur hafa kvartað yfir megnum olíufnyk frá sjónum. Okkur hefur borist það til eyrna að verið sé að leiða grunnvatn úr hinum mengaða jarðvegi sem nú er verið að flytja burt af svæðinu við Háskólann í Reykjavík í frárennslisrör sem enda úti í sjó, u.þ.b. 50 metrum frá baðströnd Reykjavíkinga. Er þetta tilfellið og sé svo, á hvaða forsendum var leyfi fyrir þessu gefið út ?“
Frestað.

13. Hringrás – söfnun hjólbarða.
Munnlegri fyrirspurn um stöðu mála var svarað.

14. Samþykkt hundaleyfi. Lagður fram listi dags. í dag.

15. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi. Lagður fram listi dags. í dag.

Fundi slitið kl. 12.10

Egill Örn Jóhannesson
Kristján Guðmundsson Ragnar Sær Ragnarsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson