Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 39

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2011, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 10.30 var haldinn 39. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi 7. hæð, að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Páll Hjaltason, Sigurður Eggertsson, Garðar Mýrdal, Óskar Guðbrandsson og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Ólöf Vilbergsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Hringrás, bruni aðfaranótt 12. júlí s.l.
Lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. ágúst 2011 og bréf Hringrásar hf. dags. 18. júlí s.l. Heilbrigðisnefnd að undaskildum fulltrúa atvinnulífsins, sameinaðist um svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd telur að taka beri til rækilegrar skoðunar starfsemi Hringrásar hf. Í Sundahöfn. Við endurskoðun starfsleyfis ber að leita eftir áliti sérfræðinga um hættumat og byggja ákvæði starfsleyfisins, hvar sem framtíðarstarsetning þess verður ákveðin, á þekkingu og reynslu annarra af svipaðri starfsemi.

2. Umsókn um hænsnahald að Kólguvaði 7.
Lögð fram umsókn Gyðu Atladóttur Kólguvaði 7, dags. 29. júní 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. júlí 2011.
Umsókninni var synjað einróma.

3. Umsókn um hænsnahald að Karfavogi 15
Lögð fram umsókn Sigurlaugar Brynju Arngrímsdóttur, dags. 27. júní 2011, og umsögn skipulagsstjóra, dags. 8. ágúst 2011.
Umsókninni var synjað einróma.

4. Innflutningur býflugna.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. júní 2011 og bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins dags. 20. júlí 2011 til kynningar.

5. Umsókn um undanþágu sbr. 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti fyrir heimsóknir hunda eða katta á skammtímavistun að Eikjuvogi 9.
Lögð fram bréf forstöðumanns skammtímavistunarinnar og Rauða kross Íslands dags. 6. júní 2011 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. júlí 2011 ásamt tillögu að bókun.
Svohljóðandi tillaga að bókun var samþykkt einróma:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir beiðni forstöðumanns skammtímavistunar fyrir fötluð börn að Eikjuvogi 9 og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands dags. 7. júní 2011 um 30 - 60 mínútna heimsóknir hunda eða katta ásamt eiganda á heimilin með fyrirvara um að valdi heimsóknirnar ónæði eða óþægindum hjá íbúum verði þeim hætt. Farið verði eftir þeim reglum sem tilgreindar eru í erindinu. Heilbrigðiseftirlitið mun setja strangari reglur um heimsóknirnar, ef það telst nauðsynlegt í ljósi reynslunnar.“

6. Umsókn um undanþágu sbr. 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti fyrir heimsóknir hunda á þjónustukjarna að Skúlagötu 46.
Lögð fram bréf teymisstjóra búsetu í þjónustukjarnanum og Rauða kross Íslands dags. 7. júní 2011 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. júlí 2011 ásamt tillögu að bókun. Svohljóðandi tillaga að bókun var samþykkt einróma:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir beiðni teymisstjóra búsetu í þjónustukjarna að Skúlagötu 46 og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands dags. 6. júní 2011 um 30 - 60 mínútna heimsóknir hunda ásamt eiganda á heimilin með fyrirvara um að valdi heimsóknirnar ónæði eða óþægindum hjá íbúum verði þeim hætt. Farið verði eftir þeim reglum sem tilgreindar eru í erindinu. Heilbrigðiseftirlitið mun setja strangari reglur um heimsóknirnar, ef það telst nauðsynlegt í ljósi reynslunnar.

7. Áminning skv. 30. gr. laga nr. 93/1993 – Matstofa Daníels ehf.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2011.

8. Áminning skv. 26. gr. laga nr. 7/1998 – Meindýravarnir og minnka eyðing ehf.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2011.

9. Úrskurður Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis varðandi Emmessís.
Lagður fram úrskurður dags. 1. júlí 2011 til kynningar.

10. Úrskurður úrskurðanefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir varðandi Fannafold 31.
Lagður fram úrskurður dags. 20. júlí 2011 til kynningar.

11. Samþykkt tóbaks- og starfsleyfi.
Lagður fram listi dags. 11. ágúst 2011.

12. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi dags. 11. ágúst 2011.

Fundi slitið kl. 12.10

Kristín Soffía Jónsdóttir

Páll Hjaltason Sigurður Eggertsson
Garðar Mýrdal Óskar Guðbrandsson
Ólafur Jónsson